Málsnúmer 2020020135Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar tillaga að hönnun á götunni Krókeyri. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að Krókeyri sé 30 km gata en fyrirliggjandi hönnunardrög gera ráð fyrir að hún verði vistgata sem felur í sér að hámarkshraði verði 10 km og að allir vegfarandur hafi jafnan rétt. Þá er gert ráð fyrir 4,5 m stofnstíg fyrir gangandi og hjólandi vestan megin í götunni en ekki rúmir 2 m eins og deiliskipulagið gerir ráð fyrir. Þá eru ýmis önnur minniháttar frávik frá deiliskipulaginu.