Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Samkomulagið undirrituðu Sigfús Karlsson formaður stjórnar Minjasafnsins, Ásthildur Sturludóttir bæj…

Minjasafnið tekur að sér rekstur Iðnaðarsafnsins á Akureyri

Í gær var undirritað samkomulag milli meirihluta stofnaðila Iðnaðarsafnsins á Akureyri, sem eru Akureyrarbær, Eining-Iðja og Byggiðn - félag byggingamanna, um að fela Minjasafninu á Akureyri að annast rekstur Iðnaðarsafnsins næstu þrjú árin. Samkvæmt samkomulaginu gerir Akureyrarbær þjónustusamning við Minjasafnið um verkefnið og var sá samningur undirritaður við sama tækifæri.
Lesa fréttina Minjasafnið tekur að sér rekstur Iðnaðarsafnsins á Akureyri
Myndir: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Gleði í Móa og opið hús á fimmtudaginn

Gleði og kátína var ríkjandi í Móa þegar ljósmyndari Akureyri.is lagði þangað leið sína í gærmorgun en Mói er deild fyrir elstu börn leikskólans Krógabóls og er í Síðuskóla. Þar stunda nú nám 24 kátir krakkar sem langflestir halda áfram námi sínu í 1. bekk Síðuskóla næsta vetur.
Lesa fréttina Gleði í Móa og opið hús á fimmtudaginn
Mynd: María H. Tryggvadóttir.

Auglýst eftir sviðsstjóra velferðarsviðs

Akureyrarbær leitar að öflugum einstaklingi með metnað, áhuga og hæfni til að leiða velferðarsvið sveitarfélagsins. Velferðarsvið ber ábyrgð á velferðarþjónustu bæjarins, þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu við börn, fatlað fólk og aldraða.
Lesa fréttina Auglýst eftir sviðsstjóra velferðarsviðs
Hlekkur á könnunina (pdf) fylgir fréttinni.

Um 88% íbúa eru ánægð með að búa á Akureyri

Í nýrri könnun sem Gallup gerði á þjónustu sveitarfélaga kemur fram að 88% íbúa eru ánægð með að búa á Akureyri. Mest ánægja mælist með sorphirðu, umhverfismál, aðstöðu til íþróttaiðkunar, þjónustu grunnskóla og þjónustu sveitarfélagsins almennt.
Lesa fréttina Um 88% íbúa eru ánægð með að búa á Akureyri
Fundur í bæjarstjórn 5. mars

Fundur í bæjarstjórn 5. mars

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar þriðjudaginn 5. mars næstkomandi kl. 16.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn 5. mars
Tröllaborgir eru einn af níu leikskólum á Akureyri. Mynd: Bjarki Brynjólfsson.

Aðalinnritun í leikskóla fyrir haustið 2024

Aðalinnritun í leikskóla á Akureyri fyrir haustið 2024 hefst nú í byrjun marsmánaðar. Þá fá foreldrar væntanlegra nemenda send innritunarbréf frá leikskólunum í tölvupósti. Innritað er í hvern skóla eftir kennitölum barna.
Lesa fréttina Aðalinnritun í leikskóla fyrir haustið 2024
Svifryk í lofti í dag og næstu daga

Svifryk í lofti í dag og næstu daga

Nú eru aðstæður þannig að búast má við svifryksmengun á Akureyri. Í gær var sólarhringsmeðaltal loftgæðamælistöðvar við Strandgötu um 40 µg/m³ en heilsuverndarmörk á sólarhring miðast við 50 µg/m³. Ekki er spáð úrkomu að ráði fyrr en eftir helgi og því má búast við umtalsverðri svifryksmengun í dag og næstu daga. Akureyrarbær og Vegagerðin munu rykbinda götur ef aðstæður leyfa.
Lesa fréttina Svifryk í lofti í dag og næstu daga
Skrifað var undir samninginn í Ráðhúsinu á Akureyri. Frá vinstri: Fjalar Úlfarsson, formaður Andrésa…

Þúsundir á Andrésar Andarleikunum 2024

Í dag var skrifað undir styrktarsamning milli Akureyrarbæjar og Skíðafélags Akureyrar vegna Andrésar Andarleikana 2024-2028 en í ár verða þeir haldnir 24.-27. apríl og er gert ráð fyrir að þúsundir gesta heimsæki bæinn af því tilefni.
Lesa fréttina Þúsundir á Andrésar Andarleikunum 2024
Talið frá vinstri: Maron Berg Pétursson varaslökkviliðsstjóri SA, Grétar Þór Þorsteinsson sérfræðing…

Akureyrarbær samþykkir fyrstu stafrænu brunavarnaáætlun landsins

Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar til ársins 2027 var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar 2. febrúar sl. Áætlunin er fyrsta stafræna brunavarnaáætlun landsins og markar samþykkt hennar stór tímamót í stafrænni lausn fyrir slökkviliðin.
Lesa fréttina Akureyrarbær samþykkir fyrstu stafrænu brunavarnaáætlun landsins
Ljósmynd frá Sumartónum 2023. Ljósmynd: Almar Alfreðsson.

Mikið fjör og mikið gaman í apríl

Bæjarráð hefur úthlutað styrkjum til fjölbreyttra verkefna í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri. Alls hlutu 20 verkefni brautargengi.
Lesa fréttina Mikið fjör og mikið gaman í apríl
Matjurtagarðar verða til leigu sumarið 2024

Matjurtagarðar verða til leigu sumarið 2024

Akureyrarbær á og rekur matjurtagarða sem íbúar bæjarins geta leigt á sumrin til að rækta eigið grænmeti. Garðarnir eru við Ræktunarstöð Akureyrarbæjar við Krókeyri.
Lesa fréttina Matjurtagarðar verða til leigu sumarið 2024