Svifryk í lofti í dag og næstu daga
Nú eru aðstæður þannig að búast má við svifryksmengun á Akureyri. Í gær var sólarhringsmeðaltal loftgæðamælistöðvar við Strandgötu um 40 µg/m³ en heilsuverndarmörk á sólarhring miðast við 50 µg/m³. Ekki er spáð úrkomu að ráði fyrr en eftir helgi og því má búast við umtalsverðri svifryksmengun í dag og næstu daga. Akureyrarbær og Vegagerðin munu rykbinda götur ef aðstæður leyfa.
29.02.2024 - 13:15
Almennt|Fréttir frá Akureyri
Ragnar Hólm
Lestrar 298