Í tilefni sjómannadagsins, sunnudaginn 2. júní, verður ýmislegt í boði um helgina. Á Akureyri er m.a. settur krans við minnismerki sjómanna, guðþjónustur helgaðar sjómönnum, siglt um Eyjafjörðinn. Víða er boðið upp á siglingu eða aðra skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá sjómannadagsins á Akureyri, Grímsey og Hrísey.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki vegna Akureyrarvöku 2024
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stuðning vegna Akureyrarvöku 2024.
Óskað er eftir hugmyndum að spennandi dagskrárliðum og viðburðum fyrir hátíðina. Hér er komið tilvalið tækfæri fyrir skapandi einstaklinga og listafólk til að láta ljós sitt skína og gera Akureyrarvökuhelgina sem skemmtilegasta.
Styrkfjárhæðir verða á bilinu 50.000 - 300.000 kr.
Einnig er hægt að senda inn viðburði sem ekki þurfa stuðning en verða undir dagskrá og merkjum Akureyrarvöku.
Umhverfis- og mannvirkjasvið fyrir hönd Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í byggingu á nýrri steinsteyptri, eftirspenntri göngubrú yfir Glerá, um 50 metrum ofan við núverandi vegbrú á Hörgárbraut, stígagerð fyrir aðliggjandi stofnstígstengingu frá Skarðshlíð og að Borgarbraut ásamt gangbraut yfir Borgarbraut til móts við Glerártorg.
Austurvegur 15-21, Hrísey - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Austurveg, Eyjabyggð og Búðartanga, Hrísey
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kynnir hér með skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Austurvegur 15-21, Hrísey.
Tillagan gerir ráð fyrir að breytingar verði gerðar á 4 lóðum við Austurveg 15-21. Breytingarnar eru eftirfarandi.
29.05.2024 - 06:00 Auglýstar tillögur|Skipulagssvið|Auglýsingar á forsíðuEinar SigþórssonLestrar 846
Hafnarstræti 87-89 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Drottningarbrautarreit, Akureyri, fyrir Hafnarstræti 87-89.
29.05.2024 - 06:00 Auglýstar tillögur|Skipulagssvið|Auglýsingar á forsíðuRebekka Rut ÞórhallsdóttirLestrar 595
Símafrí í grunnskólum Akureyrarbæjar tekur gildi í ágúst
Símanotkun nemenda í grunnskólum Akureyrarbæjar hefur verið til umræðu upp á síðkastið eins og víðast annars staðar. Því var ákveðið að efna til víðtæks samráðs varðandi hugmyndir um samræmdar símareglur í grunnskólunum.
28.05.2024 - 12:40 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 187