Svifryk í lofti í dag og næstu daga

Nú eru aðstæður þannig að búast má við svifryksmengun á Akureyri. Í gær var sólarhringsmeðaltal loftgæðamælistöðvar við Strandgötu um 40 µg/m³ en heilsuverndarmörk á sólarhring miðast við 50 µg/m³. Ekki er spáð úrkomu að ráði fyrr en eftir helgi og því má búast við umtalsverðri svifryksmengun í dag og næstu daga. Akureyrarbær og Vegagerðin munu rykbinda götur ef aðstæður leyfa.

Íbúar eru hvattir til þess að draga úr akstri eins og kostur er, til dæmis með því að nýta sér almenningssamgöngur, sameinast í bíla, hjóla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Aldraðir, börn og fólk sem þolir illa álag á öndunarfæri ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni fjölfarinna umferðagatna.

Hægt er að fylgjast með mælingum á styrk svifryks og annarra mengunarefna við Strandgötu á vefnum loftgæði.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan