Hagahverfi - auglýsing um skipulag

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með breytingu á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla.

  • Naustahverfi 3. áfangi - aðalskipulagsbreyting

Tillagan gerir ráð fyrir að legu Naustabrautar verði breytt til að sneiða hjá minjasvæði á Naustum. Íbúðasvæði 3.21.9 Íb er stækkað til norðurs á kostnað opins svæðis 3.21.8 O. Svæði 3.21.10 Íb/S/V og 3.21.11 Íb eru stækkuð til samræmis. Stofnanasvæði 3.21.4 S er minnkað og hluta svæðisins breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu 3.21.19 V. Opið svæði til sérstakra nota 3.21.8 O breytist til samræmis við breytingar á Naustabraut.

Uppdráttur

Tillaga að deiliskipulagi:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með deiliskipulagstillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla ásamt öðrum gögnum.

  • Hagahverfi – deiliskipulag, Naustahverfi 3. áfangi

Deiliskipulagstillagan tekur til reita 11, 13, og 16 í rammaskipulagi frá 2000. Í samræmi við megindrætti rammaskipulagsins er stefnt að tiltölulega þéttri byggð í Hagahverfi. Gert er ráð fyrir 552 íbúðum í hverfinu og verður þéttleiki byggðar því um 29,2 íb/ha. 450 íbúðir verða í fjölbýlishúsum og 102 í sérbýlishúsum. Miðað við skipulagstillöguna eru sérbýlishús (einbýlishús og raðhús) 19% af íbúðafjöldanum en nýta um 48% af flatarmáli íbúðarbyggðarinnar. Aðalskipulagsbreyting er auglýst samhliða tillögu þessari auk deiliskipulagsbreytingar á reit 28 þar sem skipulagsmörk verða samræmd og brú á Naustabraut felld út.

Uppdráttur
Skýringaruppdráttur
Greinargerð
Hljóðskýrsla
Þrívíddarlíkan
Skýringarmyndir

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með breytingu á deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Naustahverfi, reitur 28 og Naustagata - deiliskipulagsbreyting

Viðfangsefni deiliskipulagsbreytingarinnar er að legu Naustabrautar er breytt til að sneiða hjá minjasvæði á Naustum. Skipulagsbreyting þessi er gerð samhliða breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna breyttrar legu tengibrautarinnar þar sem lagt er mat á áhrif breyttrar legu á umhverfið.

Uppdráttur

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum og umhverfisskýrslum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun frá 1. mars til 13. apríl 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir.

Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út sunnudaginn 13. apríl 2014 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan þessa frests telst vera þeim samþykkur.

       1. mars 2014

                             Pétur Bolli Jóhannesson                    
             Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan