Tilnefning bæjarráðs í stýrihóp vegna innleiðingar barnasáttmála UNICEF.
1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 18. október 2016:
Tilnefningar í stýrihóp vegna innleiðingar barnasáttmála UNICEF.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála mætti á fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð fagnar samkomulagi milli Akureyrarbæjar og UNICEF á Íslandi um að Akureyrarbær verði fyrsta sveitarfélagið sem innleiðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Akureyrarbær stefnir fyrst sveitarfélaga að því að fá viðurkenningu UNICEF sem barnvænt sveitarfélag.
Skipaður verði stýrihópur sem mun halda utan um innleiðingu verkefnisins. Þrátt fyrir breytingar sem framundan eru í stjórnsýslu bæjarins telur ráðið mikilvægt að hefja undirbúning að innleiðingu Barnasáttmálans með því að óska eftir fulltrúum í stýrihóp frá skóladeild, fjölskyldudeild, framkvæmdadeild, búsetudeild, ungmennaráði og bæjarráði. Stýrihópurinn verði fullskipaður í janúar nk. eftir stjórnsýslubreytingar.
Samfélags- og mannréttindaráð tekur undir hugmynd ungmennaráðs og leggur til að skipaður verði vinnuhópur sem kanni kosti þess að Akureyrarbær innleiði Barnasáttmálann. Fulltrúar samfélags- og mannréttindaráðs verða Anna Hildur Guðmundsdóttir og Tryggvi Gunnarsson. Ráðið leggur til að ungmennaráð skipi tvo fulltrúa og bæjarráð einn.