Málsnúmer 2018100450Vakta málsnúmer
Lagt fram svar við umsókn Öldrunarheimila Akureyrar um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2018. Veittur er styrkur til endurnýjunar í aðaleldhúsi að upphæð kr. 10,4 milljónir sem er 40% af áætluðum kostnaði. Um er að ræða tækjakaup og uppsetningu vegna breytinga í framleiðslu og afgreiðslu matar - svokölluð "kokkað og kælt" (e.cook-chill) aðferð sem tryggir betur næringargildi og ferskleika matarins.
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti lauslega þær hugmyndir sem verið er að vinna að og áður hafa verið kynntar fyrir velferðarráði og að næstu skref felist væntanlega í hönnun endurbóta húsnæðis og tækja.
Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.