Velferðarráð

1293. fundur 30. janúar 2019 kl. 16:00 - 18:04 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri öa
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir
Dagskrá

1.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir frá samfélagssviði komu á fundinn og kynntu aðgerðaráætlun við innleiðingu Barnasáttmálans hjá Akureyrarbæ 2019-2021.

2.Málefni í vinnslu og gögn frá SFV

Málsnúmer 2015040217Vakta málsnúmer

Rammasamningur um þjónustu hjúkrunarheimila við Sjúkratryggingar Íslands rann út um síðustu áramót og því er ekki í gildi samningur þar sem viðræður eru enn yfirstandandi.

Framkvæmdastjóri ÖA Halldór S. Guðmundsson greindi frá framvindu og stöðu mála varðandi gjaldskrá samningsins og viðræðum aðila um endurnýjun samningsins.

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

3.Umsóknir ÖA 2018

Málsnúmer 2018100450Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri ÖA Halldór S. Guðmundsson kynnti svarbréf dagsett 18. janúar sl. frá Framkvæmdasjóði aldraðra þar sem samþykktar eru eftirfarandi styrkveitingar alls að upphæð kr. 17 milljónir vegna:

1. Endurnýjunar lyftu við Víði- og Furuhlíð.

2. Endurbætur á innréttingum og eldhúsi í Víði- og Furuhlíð.

3. Endurbætur á síma og bjöllukerfi ÖA.

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

4.Umsóknir ÖA 2018

Málsnúmer 2018100450Vakta málsnúmer

Lagt fram svar við umsókn Öldrunarheimila Akureyrar um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2018. Veittur er styrkur til endurnýjunar í aðaleldhúsi að upphæð kr. 10,4 milljónir sem er 40% af áætluðum kostnaði. Um er að ræða tækjakaup og uppsetningu vegna breytinga í framleiðslu og afgreiðslu matar - svokölluð "kokkað og kælt" (e.cook-chill) aðferð sem tryggir betur næringargildi og ferskleika matarins.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti lauslega þær hugmyndir sem verið er að vinna að og áður hafa verið kynntar fyrir velferðarráði og að næstu skref felist væntanlega í hönnun endurbóta húsnæðis og tækja.

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Lagt til kynningar.

5.Velferðarstefna 2018-2023

Málsnúmer 2018081103Vakta málsnúmer

Unnið að gerð aðgerðaáætlunar við velferðarstefnu Akureyrarbæjar.

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Sviðsstjórum og framkvæmdastjóra ÖA falið að vinna áfram að aðgerðaáætlun í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 18:04.