Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer
2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 19. mars 2014:
Lögð fram eftirfarandi tillaga frá ungmennaráði um að Akureyrarbær innleiði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samþykki þar með að nota sáttmálann sem viðmið í öllu starfi sínu.
"Fulltrúar ungmennaráðs Akureyrarbæjar skora hér með á bæjarráð Akureyrar að innleiða Barnasáttmálann, sem lögfestur var þann 20. febrúar 2013, inn í allt sitt starf og hafa hann að leiðarljósi er varðar öll réttindi barna að 18 ára aldri."
Barnasáttmálann má lesa á slóðinni:
https://www.barn.is/barnasattmalinn/barnasattmali-sameinudu-thjodanna/Samfélags- og mannréttindaráð tekur undir hugmynd ungmennaráðs og leggur til að skipaður verði vinnuhópur sem kanni kosti þess að Akureyrarbær innleiði Barnasáttmálann. Fulltrúar samfélags- og mannréttindaráðs verða Anna Hildur Guðmundsdóttir og Tryggvi Þór Gunnarsson. Ráðið leggur til að ungmennaráð skipi tvo fulltrúa og bæjarráð einn.
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti í forföllum Sigurðar Guðmundssonar.
Ólafur Jónsson D-lista mætti á fundinn kl. 09:17.