Félagsmálaráð

1185. fundur 14. maí 2014 kl. 14:00 - 16:30 Heilsugæslustöðin - fundarsalur 4. hæð
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Valur Sæmundsson
  • Sif Sigurðardóttir
  • Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Anna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Karl Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Þráinn Brjánsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Þráinn Brjánsson
Dagskrá
Oktavía Jóhannesdóttir D-lista mætti ekki á fundinn.

1.Fjárhagsaðstoð 2014

Málsnúmer 2014010040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu fjóra mánuði ársins 2014.

 

2.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð hefur ákveðið að bæta fulltrúum í vinnuhópinn og óskar því eftir tilnefningum frá félagsmálaráði og skólanefnd. Ráðið óskar einnig eftir því að bæjarlögmaður sitji í vinnuhópnum.

Félagsmálaráð tilnefnir Oktavíu Jóhannesdóttur sem sinn fulltrúa í vinnuhópnum.

3.ÖA - velferð og tækni, velferðartækni

Málsnúmer 2013010215Vakta málsnúmer

Lögð fram dagskrá ráðstefnu um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu sem haldin verður 4. og 5. júní nk.

Félagsmálaráð hvetur stjórnendur og starfsmenn til að sækja ráðstefnuna og lýsir yfir ánægju með framtakið.

4.Framtíðarþing um farsæla öldrun - samstarf?

Málsnúmer 2014030008Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri ÖA skýrði frá að ákveðið væri að fresta frekari undirbúningi þings Öldrunarráðs Íslands um farsæla öldrun. Frekari undirbúningur verður í sumar/haust og reiknað með að þingið verði haldið haustið 2014.
Lagt fram til kynningar.

 

5.Endurbætur í aðaleldhúsi ÖA

Málsnúmer 2014030072Vakta málsnúmer

Lagt fram svar frá Fasteignum Akureyrarbæjar varðandi kostnað við endurbætur og áætlaða breytingu á leigu til FA vegna þess.

Félagsmálaráð samþykkir erindið og felur Fasteignum Akureyrarbæjar að framkvæma breytingarnar í samráði við framkvæmdastjóra ÖA.

6.Úttekt á afkomu og fjárhagsstöðu hjúkrunar- og dvalarheimila á árinu 2013

Málsnúmer 2014040021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla til Ríkisendurskoðunar vegna úttektar á stöðu hjúkrunarheimila.

Félagsmálaráð þakkar góða vinnu starfsmanna við gerð úttektarinnar.

7.Heilsugæslustöðin á Akureyri - starfsemismál

Málsnúmer 2013120061Vakta málsnúmer

Fundað með stjórnendum HAK.
Starfsemi Heilsugæslunnar á Akureyri kynnt.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

8.Geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Málsnúmer 2014050124Vakta málsnúmer

Rætt um óvissu um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Félagsmálaráð Akureyrar lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðunni í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þjónustan er í hættu vegna skipulagsbreytinga innan Sjúkrahússins á Akureyri. Heilbrigðisráðherra hefur svarað að tilmælum hafi verið beint til forstjóra Landspítalans og forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri, að leita allra þeirra leiða sem færar eru til að greiða úr málinu. Félagsmálaráð Akureyrar mælist til þess að framvinda málsins verði undir miklu eftirliti heilbrigðisráðuneytis og væntir lausnar málsins sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 16:30.