Málsnúmer 2010090049Vakta málsnúmer
3. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 15. febrúar 2016:
Lagt fram erindi dagsett 21. janúar 2016 frá Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar ehf þar sem hún óskar eftir að Akureyrarbær leiðrétti greiðslu til Hjallastefnunnar vegna breytinga á kjarasamningum og starfsmati.
Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi á skóladeild fóru yfir breytingarnar.
Skólanefnd samþykkir umbeðið erindi og óskar eftir viðbótarfjármagni frá bæjarráði vegna breytinga á nýjum kjarasamningum og starfsmati.