Málsnúmer 2011020021Vakta málsnúmer
2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 2. desember 2015:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu fundargerð 7. fundar þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða. Í 3. lið fundargerðar samþykkja fundarmenn að leggja til við aðildarsveitarfélög að framangreindur samningur um sameiginlegt þjónustusvæði, dagsettur 22. desember 2010, verði framlengdur um eitt ár með fyrirvara um að verkefnið verði áfram hjá sveitarfélögum.
Velferðarráð samþykkir framlengingu á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða um eitt ár frá 1. janúar 2016 - 31. desember 2016 með fyrirvara um að verkefnið verði áfram hjá sveitarfélögum og vísar málinu til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.