Frístundaráð

29. fundur 12. apríl 2018 kl. 12:00 - 13:50 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Jónas Björgvin Sigurbergsson Æ-lista boðaði forföll sem og varamaður hans.
Þórunn Sif Harðardóttir D-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Starfsemi ungmennahúss

Málsnúmer 2018010427Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála kynnti niðurstöður frá Landsþingi ungmennahúsa.

2.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála kynnti drög að aðgerðaráætlun barnasáttmálans.
Alfa Aradóttir vék af fundi kl. 12:45.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir mætti á fundinn kl. 12:45.

3.Frístundaráð - styrkjamál

Málsnúmer 2018040139Vakta málsnúmer

Umræða um styrkveitingar frístundaráðs og fyrri samþykktir samfélags- og mannréttindadeildar og íþróttaráðs.
Frístundaráð samþykkir að veita ungmennaráði styrk að upphæð kr. 200.000 til að efla fræðslu fyrir ungmenni.
Hulda Margrét Sveinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs kom á fundinn kl. 13:00.

4.Frístundastyrkur / tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram tillögu um víðari nýtingarmöguleika á frístundastyrk Akureyrarbæjar.
Frístundaráð samþykkir tillögu deildarstjóra íþróttmála.

5.Slökkvilið Akureyrar - beiðni um afnotastyrk af Boganum vegna knattspyrnumóts

Málsnúmer 2018030405Vakta málsnúmer

Slökkvilið Akureyrar óskar eftir styrk sem nemur kostnaði við leigu á Boganum vegna landsmóts slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í knattspyrnu.
Frístundaráð hafnar erindinu.

6.Skíðafélag Akureyrar - Andrésar Andarleikarnir

Málsnúmer 2018010433Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram samningsdrög að styrktarsamningi við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andarleikanna á skíðum í Hlíðarfjalli 2018-2020.
Frístundaráð samþykkir samninginn.

7.Skautafélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna búnaðarkaupa

Málsnúmer 2018040114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2018 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdastjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á nýrri markatöflu í Skautahöllina á Akureyri.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir kr. 2.400.000 úr áhalda- og búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar til að fjármagna kaup á risaskjá sem m.a. er með nýrri markatöflu.

8.Skíðafélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna búnaðarkaupa

Málsnúmer 2018040115Vakta málsnúmer

Erindi frá Skíðafélagi Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk til búnaðarkaupa.
Frístundaráð samþykkir að vísa erindinu til næstu fjárhagsáætlunargerðar.

Fundi slitið - kl. 13:50.