Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer
Rætt var um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vinnu við innleiðingu hjá Akureyrarbæ. Umræða um innleiðingu hófst á síðasta ári. Ráðið frestaði umræðu á síðasta fundi.
Barnasáttmálinn var samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989 og fullgiltur á Íslandi í október 1992. Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013 með lögum nr. 19/2013 og er nú hluti af íslenskri löggjöf.
https://www.unicef.is/barnasattmali-sameinudu-thjodanna/Lagt fram minnisblað dagsett 9. apríl 2015 frá framkvæmdastjóra og forstöðumanni forvarna- og æskulýðsmála um skipan starfshóps til að vinna að innleiðingu.
Forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.