Frístundaráð

45. fundur 07. desember 2018 kl. 11:30 - 14:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Elías Gunnar Þorbjörnsson D-lista mætti í forföllum Berglindar Óskar Guðmundsdóttur.

1.Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA 2019

Málsnúmer 2018050236Vakta málsnúmer

Magnús Kristjánsson og Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG mættu á fundinn og kynntu niðurstöður úr vinnu KPMG v/úttektar á rekstrarsamningum.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar þeim Magnúsi og Þorsteini fyrir kynninguna.

Frístundaráð samþykkir að fela starfsmönnum að vinna áfram að málinu.

2.Skautafélag Akureyrar - umsókn um framkvæmdir við félagsaðstöðu í Skautahöllinni

Málsnúmer 2014030020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. nóvember 2018 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdastjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir afstöðu frístundaráðs til að klára þær framkvæmdir í Skautahöllinni á árinu 2019 sem hófust árið 2016.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri 2022

Málsnúmer 2018110341Vakta málsnúmer

Ungmennafélag Akureyrar og Íþróttabandalag Akureyrar óska eftir stuðningi Akureyrarbæjar við umsókn UFA um að halda Unglingalandsmót UMFÍ árið 2022.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð tekur jákvætt í erindið og styður við umsóknina.

4.Lýðheilsa ungs fólks á Akureyri

Málsnúmer 2018120001Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar og umræðu niðurstöður úr rannsókn Rannsóknar og greiningar vorið 2018 um lýðheilsu ungs fólks á Akureyri.

Einnig lögð fram fundargerð frá fundi um stöðu forvarna.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála, Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála og Helgi Bragason framkvæmdastjóra ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð lýsir yfir áhyggjum á því ástandi sem virðist vera að skapast á meðal ungmenna á Akureyri og sérstaklega í aldurshópnum 16 - 18 ára. Mikilvægt er að allir aðilar sem koma að málefnum þessa hóps standi saman til að tryggja heilsusamleg uppeldisskilyrði. Í þessu sambandi er foreldrasamfélagið í lykilhlutverki og vill frístundaráð brýna foreldra til að huga vel að þessum málum enda sýna niðurstöður að samvera barna og foreldra er að minnka en það er einn af lykilþáttum þess að halda börnum og ungmennum frá óheilbrigðum lifnaðarháttum.

Frístundaráð leggur áherslu á að þeim aðgerðartillögum sem koma fram í fundargerðinni frá fundi um stöðu forvarna verði fylgt eftir og óskar eftir upplýsingum um framgang aðgerða í lok janúar 2019. Mikilvægt er að samstarf þeirra aðila sem sátu fundinn þann 19. nóvember haldi áfram.
Fylgiskjöl:

5.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Aðgerðaáætlun vegna innleiðingar á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögð fram til samþykktar.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir aðgerðaáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði.

6.Samningur Akureyrarbæjar við KFUM og KFUK 2018 - 2020

Málsnúmer 2018110044Vakta málsnúmer

Samningur við KFUM og KFUK lagður fram til samþykktar.
Frístundaráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar.

7.Skákfélag Akureyrar - endurnýjun á samningi

Málsnúmer 2015060184Vakta málsnúmer

Samningur við Skákfélag Akureyrar lagður fram til samþykktar.
Frístundaráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar.

8.Skátafélagið Klakkur - styrktarsamningur

Málsnúmer 2016110061Vakta málsnúmer

Samningur við Skátafélagið Klakk lagður fram til samþykktar.
Frístundaráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar.

9.Anra Productions - styrkumsókn 2015 - heimildarmyndin Kviksyndi

Málsnúmer 2015040195Vakta málsnúmer

Á árinu 2015 veitti þáverandi samfélags- og mannréttindaráð styrk að upphæð kr. 150.000 vegna gerðar heimildarmyndarinnar Kviksyndi. Styrkurinn var veittur með fyrirvara um að áætlanir um fjármögnun myndarinnar gengi eftir og heimild til nýtingar myndarinnar í fræðsluskyni.

Nú er verkefnið loksins að fara í gang og spurt er hvort styrkveitingin standi.
Samkvæmt 11. gr. reglna Akureyrarbæjar um styrkveitingar gilda styrkveitingar að jafnaði yfir yfirstandandi fjárhagsár. Þar sem of lagt er um liðið frá því að styrkurinn var samþykktur getur frístundaráð ekki samþykkt að styrkurinn verður greiddur út núna og hvetur frístundaráð bréfritara til að sækja um að nýju á árinu 2019.

Fundi slitið - kl. 14:00.