Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer
6. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 31. ágúst 2017:
Sviðsstjóri samfélagssviðs fór yfir stöðu verkefnisins og mikilvægi þess að ráðinn verði verkefnastjóri til að halda utan um verkefnið.
Þar sem Akureyri er tilraunasveitarfélag við þessa innleiðingu á barnasáttmálanum og vill verða barnavænt sveitarfélag er ákaflega mikilvægt að vel takist til enda má reikna með að önnur sveitarfélög muni horfa til þess hvernig Akureyrarbæ muni ganga með þetta verkefni. Til að svo geti orðið er mikilvægt að fá starfsmann til að halda utan um verkefnið enda ekki hægt að bæta þessu alfarið á þá starfsmenn sem fyrir eru.
Frístundaráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðsstjóra að ráðningu verkefnastjóra og óskar eftir því við bæjarráð að fjármagni verði veitt í verkefnið á árinu 2018.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.