Melgerðisás og Skarðshlíð – kynning á skipulagi

Drög að deiliskipulagi Melgerðisáss og Skarðshlíðar er nú til kynningar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig er til kynningar breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 fyrir sama svæði í samræmi við 2. mgr. 30. gr. sömu laga. Samhliða er gerð breyting á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs og Hlíðahverfis, suðurhluta.

Í skipulaginu fellst þétting byggðar.

Haldinn verður kynningafundur um deiliskipulagið í Glerárskóla, fimmtudaginn 15. júní kl. 17:00. Fundurinn er opinn öllum og eru hagsmunaaðilar hvattir til að mæta.

Drög að skipulaginu er aðgengilegt í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og einnig hér fyrir neðan:

Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, uppdráttur og greinargerð - drög

Melgerðisás og Skarðshlíð, uppdráttur - drög

Melgerðisás og Skarðshlíð, greinargerð - drög

Melgerðisás og Skarðshlíð, húsakönnun - drög

Íþróttasvæði Þórs, uppdráttur og greinargerð - drög

Hlíðahverfi, suðurhluti, uppdráttur og greinargerð - drög

Fornleifaskráning vegna deiliskipulags - Melgerðisás og umhverfi, Akureyri

 

Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan