Jólakveðja frá vinabænum Randers
Öðru sinni skiptast vinabæirnir Akureyri og Randers í Danmörku á myndböndum með jólakveðjum. Sá háttur var fyrst hafður á í fyrra þegar ákveðið var að hætta að senda jólatré frá Randers sjóleiðina til Akureyrar. Það var gert til að minnka kolefnissporið og er okkur um leið áminning um að nýta þau gæði sem finna má í nánasta umhverfi okkar. Tréð sem nú stendur á Ráðhústorgi á Akureyri var því fundið í bæjarlandinu og er bæði reisulegt og fallegt.
19.12.2023 - 13:58
Almennt|Fréttir frá Akureyri
Ragnar Hólm
Lestrar 388