Svifryksmælir við Strandgötu sýnir sæmileg loftgæði núna kl. 9 að morgni en líklegt er að staðan eigi eftir að versna þegar líður á daginn og fari yfir heilsuverndarmörk. Unnið er að rykbindingu en þó rétt að vara viðkvæma við svifrykinu.
04.04.2025 - 09:14 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 84
Unglingameistaramót haldið við góðar aðstæður í Hlíðarfjalli
Unglingameistaramót Íslands 2025 verður haldið í Hlíðarfjalli um helgina. Setning mótsins er í kvöld kl. 20 en keppt verður frá föstudegi til sunnudags.
03.04.2025 - 09:27 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 104
Barnamenningarhátíð hefst í dag kl. 13 þegar börn frá elstu deildum leikskólanna á Akureyrarsvæðinu stíga á svið í Hofi ásamt nemendum úr Tónlistaskólanum á Akureyri og saman flytja þau lög eftir Braga Valdimar Skúlason. Seinni hópurinn stígur á svið kl. 14.30.
01.04.2025 - 11:50 Almennt|Fréttir frá Akureyri|Barnvænt sveitarfélagElísabet Ögn JóhannsdóttirLestrar 102
Í gær var haldinn árlegur bæjarstjórnarfundur unga fólksins þar sem fulltrúar í ungmennaráði ræða málefni sem á þeim brenna að viðstöddum bæjarfulltrúum sem einnig taka til máls og tjá sig um það sem ber á góma.
26.03.2025 - 14:08 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 189
Nemendur Glerárskóla hafa sökkt sér niður í bókalestur síðustu daga. Efnt var til sérstaks lestrarátaks meðal krakkanna sem sannarlega sló í gegn. Átakið varði í tvær vikur og lesið var af kappi í skólanum og heima. Á hverjum degi átaksins var birt súlurit á göngum skólans sem sýndi hversu mikið hver bekkur var búinn að lesa. Á gangi skólans og í skólastofum voru niðurteljarar sem sýndu hversu langt var eftir af átakinu. Ýmislegt var gert til þess að auka stemninguna hjá nemendum og hvetja til lestrar.
26.03.2025 - 13:13 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 219