Góðar hugmyndir um þróun Akureyrarappsins

22 hugmyndir bárust í hugmyndasöfnun fyrir Akureyrarappið. Tilgangurinn var að gefa íbúum tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum um nýja virkni í appið sem gæti bætt þjónustu bæjarins og auðveldað aðgengi að upplýsingum.

Hugmyndirnir sem bárust eru af ýmsum toga. Benda þær til þess að bæjarbúar hafi meðal annars áhuga á að nota appið til að bæta upplýsingaflæði, svo sem um almenningssamgöngur, framkvæmdir og snjómokstur. Einnig voru áberandi hugmyndir um kort og tilboð.

Hugmyndirnar hafa verið metnar út frá helstu leiðarljósum verkefnisins. Þau eru meðal annars að leggja áherslu á virkni sem ekki er aðgengileg íbúum með öðrum hætti, virkni sem mætir þörfum sem flestra íbúa í samhengi við kostnað, að appið sé einfalt í rekstri og það einkennist af sjálfvirkni og hagnýtingu gagna frekar en handavinnu starfsfólks.

Nú er unnið að því að skilgreina kröfur, helstu verkþætti og kostnað við annan áfanga appsins. Verður einna helst horft til þess að bæta tilkynningavirkni í appinu frá því sem nú er og bæta við fleiri stafrænum kortum á vegum bæjarins. Vonast er til þess að ný útgáfa líti dagsins ljós um mitt næsta ár.

Öllum sem tóku þátt í hugmyndasöfnuninni er þakkað fyrir þeirra framlag sem styður við áframhaldandi þróun íbúaappsins.

Hér má sjá allar hugmyndir sem bárust.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan