Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað að hluta á morgun

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað að hluta á morgun, föstudaginn 22. desember.

Fyrst um sinn verður aðeins neðri hluti svæðisins opinn þar sem enn vantar nokkuð af sjó til þess að óhætt sé að hleypa umferð á allar brekkurnar.

Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar ásamt Töfrateppinu en síðustu daga hafa með fulltingi framleiðandans Sun Kid verið gerðar frábærar endurbætur á nýju yfirbyggingunni fyrir veturinn. Næstu daga verður unnið að því að ná tengingum við Fjarkann sem vonandi tekst að ljúka fyrir jóladag. Allt svæðið verður opnað um leið og snjóalög leyfa.

Í dag hefur snjóað töluvert sem er mikið ánægjuefni en það hefur snjóað óvenju lítið í vetur. Sá snjór sem unnið er með í brekkunum hefur að langmestu leyti verið framleiddur með snjóbyssunum þegar frost fer niður fyrir 4 gráður. Gestum er bent á að við þessar aðstæður getur verið stórhættulegt að skíða utan troðinna brauta þar sem snjóþekjan er víðast hvar þunn og stutt niður á grjót.

Minnt er á að hægt er að kaupa lyftumiða á heimasíðu Hlíðarfjalls, sjá HÉR.

Oðið verður í Hlíðarfjalli um jól og áramót sem hér segir:

22. des frá kl. 14-19

23. des. frá kl. 10-15

24. des. LOKAÐ

25.-26. des. frá kl. 12-16

27.-29. des. frá kl. 10-18

30. des. frá kl. 10-16

31. des. frá kl. 10-15

1. jan. frá kl. 12-16

Nánar um opnun HÉR.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan