Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Glerárkirkja. Mynd: Arnar Yngvason.

Hvað boðar nýárs blessuð sól?

Svo spyr Ásthildur Sturludóttir í hugleiðingum sínum um áramót þar sem litið er yfir farinn veg og hugað að því sem nýja árið kann að bera í skauti sér.
Lesa fréttina Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Hvað á að gera við jólatré og flugeldarusl?

Hvað á að gera við jólatré og flugeldarusl?

Um jól og áramót fellur yfirleitt til mikið af alls kyns úrgangi og rusli. Lifandi jólatrjám sem lokið hafa hlutverki sínu er mikilvægt að koma í endurvinnslu sem og flugeldarusli sem er engan veginn við hæfi að skilja eftir á víðavangi.
Lesa fréttina Hvað á að gera við jólatré og flugeldarusl?
Myndir: Anna María Sigvaldadóttir

Hátíðarnar í Grímsey

Veðrið hefur verið gott að mestu og miklu betra en spár hafa sagt fyrir um og allar samgöngur gengið vel.
Lesa fréttina Hátíðarnar í Grímsey
Góðar hugmyndir um þróun Akureyrarappsins

Góðar hugmyndir um þróun Akureyrarappsins

22 hugmyndir bárust í hugmyndasöfnun fyrir Akureyrarappið. Tilgangurinn var að gefa íbúum tækifæri til að koma sínum hugmyndum á framfæri um nýja virkni í appið sem gæti bætt þjónustu bæjarins og aukið aðgengi að upplýsingum.
Lesa fréttina Góðar hugmyndir um þróun Akureyrarappsins
Áramótabrenna á nýjum stað

Áramótabrenna á nýjum stað

Ljóst var snemma í haust að færa þyrfti áramótabrennu Akureyringa vegna breyttra aðstæðna og framkvæmda á svæðinu við Réttarhvamm. Ýmsir möguleikar voru skoðaðir en loks ákveðið að brennan verði á auðu og óbyggðu svæði á Jaðri nokkru sunnan við golfskálann.
Lesa fréttina Áramótabrenna á nýjum stað
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað að hluta á morgun

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað að hluta á morgun

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað að hluta á morgun, föstudaginn 22. desember.
Lesa fréttina Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað að hluta á morgun
Útboð á hljóðkerfi í Menningarhúsinu Hofi

Útboð á hljóðkerfi í Menningarhúsinu Hofi

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í verkið Hof menningarhús, hljóðkerfi. Verkið felur í sér nýtt hljóðkerfi fyrir tónleikasalinn Hamraborg í menningarhúsinu Hofi.
Lesa fréttina Útboð á hljóðkerfi í Menningarhúsinu Hofi
Afgreiðslutími Gámasvæðis við Réttarhvamm um hátíðarnar

Afgreiðslutími Gámasvæðis við Réttarhvamm um hátíðarnar

Gámasvæðið við Réttarhvamm verður opið um jól og áramót sem hér segir:
Lesa fréttina Afgreiðslutími Gámasvæðis við Réttarhvamm um hátíðarnar
Trjástubburinn í Randerslundi.

Jólakveðja frá vinabænum Randers

Öðru sinni skiptast vinabæirnir Akureyri og Randers í Danmörku á myndböndum með jólakveðjum. Sá háttur var fyrst hafður á í fyrra þegar ákveðið var að hætta að senda jólatré frá Randers sjóleiðina til Akureyrar. Það var gert til að minnka kolefnissporið og er okkur um leið áminning um að nýta þau gæði sem finna má í nánasta umhverfi okkar. Tréð sem nú stendur á Ráðhústorgi á Akureyri var því fundið í bæjarlandinu og er bæði reisulegt og fallegt.
Lesa fréttina Jólakveðja frá vinabænum Randers
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra undirri…

Þrjátíu milljóna króna samningur um skylduskil Amtsbókasafnsins

Undirritaður hefur verið samningur um að menningar- og viðskiptaráðuneytið veiti Akureyrarbæ 30 milljóna króna styrk sem ætlað er að styðja við hlutverk Amtsbókasafnsins sem er ein af skylduskilastofnunum landsins.
Lesa fréttina Þrjátíu milljóna króna samningur um skylduskil Amtsbókasafnsins
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um lengri opnunartíma annan í jólum

Á fundi sínum í gær féllst bæjarráð á að veita jákvæða umsögn til sýslumanns vegna umsókna tveggja veitingahúsa sem óskuðu eftir lengri opnunartíma annan í jólum eða aðfaranótt 27. desember.
Lesa fréttina Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um lengri opnunartíma annan í jólum