Hvað á að gera við jólatré og flugeldarusl?

Um jól og áramót fellur yfirleitt til mikið af alls kyns úrgangi og rusli. Lifandi jólatrjám sem lokið hafa hlutverki sínu er mikilvægt að koma í endurvinnslu sem og flugeldarusli sem er engan veginn við hæfi að skilja eftir á víðavangi.

Í byrjun janúar verður gámum fyrir jólatré komið fyrir við verslanir Bónuss í Naustahverfi og Langholti. 

Gámar fyrir flugeldarusl verða við sömu Bónus-verslanir en einnig við grenndarstöðina norðan við Ráðhús Akureyrarbæjar.

Íbúar bæjarins eru eindregið hvattir til að nota þessa gáma. Hjálpumst að við að hreinsa til eftir hátíðarnar og koma ruslinu rétta leið.

Flugeldarusl og jólatré verða ekki tekin við lóðamörk.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan