Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Fyrsta flug easyJet til Akureyrar var í gær

Fyrsta flug breska lággjaldaflugfélagsins easyJet var til Akureyrar í gær en félagið mun fljúga tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, milli Gatwickflugvallar í Lundúnum og Akureyrar út mars 2024.
Lesa fréttina Fyrsta flug easyJet til Akureyrar var í gær
Skrudduskrúðganga Egils Andrasonar, sumarlistamanns Akureyrarbæjar 2023.

Opið fyrir umsóknir um styrki í Menningarsjóð Akureyrarbæjar 2024

Akureyrarbær auglýsir eftir umsóknum í Menningarsjóð fyrir árið 2024. Umsóknarfrestur allra umsókna er til og með 22. nóvember 2023.
Lesa fréttina Opið fyrir umsóknir um styrki í Menningarsjóð Akureyrarbæjar 2024
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Nýjum kafla bætt við umhverfis- og loftlagsstefnu Akureyrarbæjar

Á fundi bæjarstjórnar 17. október sl. var samþykkt að bæta nýjum kafla við umhverfis- og loftlagsstefnu Akureyrarbæjar fyrir árin 2022-2030. Kaflinn ber yfirskriftina "Umgengni og stjórnsýsla" og fjallar um mikilvægi þess að tryggja góða ásýnd bæjarins og halda bæjarlandi, lóðum og athafnasvæðum snyrtilegum. Lögð er áhersla á að sveitarfélagið sýni gott fordæmi í umgengni við umhverfið og geri sambærilegar kröfur til verktaka og framkvæmdaaðila.
Lesa fréttina Nýjum kafla bætt við umhverfis- og loftlagsstefnu Akureyrarbæjar
Á brún hengiflugsins?

Á brún hengiflugsins?

Laugardaginn 4. nóvember kl. 14 verður haldið í Menningarhúsinu Hofi málþing á vegum Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar um stefnu Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum. Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um útblástur gróðurhúsalofttegunda, breyttar ferðavenjur, aukna nýtingu á innlendri orku, minni sóun og meiri endurvinnslu.
Lesa fréttina Á brún hengiflugsins?
Fundur í bæjarstjórn 31. október

Fundur í bæjarstjórn 31. október

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar þriðjudaginn 31. október næstkomandi kl. 16.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn 31. október
Viltu leggja þitt af mörkum í þágu farsældar barna?

Viltu leggja þitt af mörkum í þágu farsældar barna?

Stjórn SAMTAKA, foreldrafélaganna á Akureyri, og Heimili og skóli bjóða foreldrum og forsjáraðilum barna og ungmenna að taka þátt í vinnustofu við gerð Farsældarsáttmála. Á vinnustofunni gefst foreldrum kostur á að leggja sitt af mörkum til að stuðla að farsæld barna í sveitarfélaginu og efla samstöðu þeirra sem að málum barna og ungmenna koma.
Lesa fréttina Viltu leggja þitt af mörkum í þágu farsældar barna?
Töfrateppið í nýjan búning

Töfrateppið í nýjan búning

Starfsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli hafa lokið við að setja saman 63ja metra yfirbyggingu úr gegnsæjum einingum á hið svokallaða Töfrateppi. Yfirbyggingin myndar eins konar göng utan um færibandið og skýlir þeim sem það nota fyrir veðri og vindum.
Lesa fréttina Töfrateppið í nýjan búning
Alþjóðleg kvikmyndahátíð á Akureyri 26.-29. október

Alþjóðleg kvikmyndahátíð á Akureyri 26.-29. október

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin, Northern Lights - Fantastic Film Festival, er nú haldin í fyrsta skipti á Akureyri. Hátíðin verður dagana 26.-29. október og sýndar verða 38 alþjóðlegar stuttmyndir í Ketilhúsinu og Hofi. Þemað er m.a. hrollvekja, enda myndirnar sýndar í kringum hrekkjavökuhátíðina, en einnig vísindaskáldskapur, fantasía ævintýri og hreyfimyndir
Lesa fréttina Alþjóðleg kvikmyndahátíð á Akureyri 26.-29. október
Elías Rúni ásamt þátttakendum. Ljósmynd: Almar Alfreðsson.

Myndasögur í Listasafninu

Um síðustu helgi fór fram fyrsta listvinnustofa verkefnisins Allt til enda - Listvinnustofur barna árið 2023 í Listasafninu á Akureyri. Þá bauð Elías Rúni, myndasöguhöfundur, myndlýsir og grafískur hönnuður, börnum í 3.-6. bekk að gera tilraunir með myndasöguformið og kynnast ólíkum leiðum til að segja sögur í myndum með áherslu á skapandi form og frásögn. Innblástur var sóttur í hversdagsleikann og sagna leitað í minningum og því sem er efst á baugi í samfélaginu.
Lesa fréttina Myndasögur í Listasafninu
Yrsa Sigurðardóttir

Ritlistasmiðja með Yrsu Sigurðardóttur

Fimmtudaginn 26. október kl. 20 verður seinni ritlistasmiðja Ungskálda 2023 á LYST í Lystigarðinum. Að þessu sinni er leiðbeinandinn Yrsa Sigurðardóttir. Hún hefur sent frá sér sex barnabækur og nítján bækur fyrir fullorðna lesendur. Bækur hennar hafa verið þýddar á meira en þrjátíu tungumál og hafa prýtt vinsældalista víða um heim auk þess að njóta mikilla vinsælda á Íslandi. Yrsa hefur þrívegis hlotið íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann og einu sinni hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin, auk þess að hafa unnið til erlendra verðlauna fyrir skrif sín.
Lesa fréttina Ritlistasmiðja með Yrsu Sigurðardóttur
Áhrif kvennaverkfalls á akstur SVA og ferliþjónustu

Áhrif kvennaverkfalls á akstur SVA og ferliþjónustu

Viðbúið er að þjónusta Strætisvagna Akureyrar skerðist nokkuð vegna kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október. Símsvörun hjá ferliþjónustu verður takmörkuð þennan dag og Leiðir 2 & 4 hætta akstri kl. 15.53.
Lesa fréttina Áhrif kvennaverkfalls á akstur SVA og ferliþjónustu