Rafræn undirritun allra teikninga byggingarfulltrúa
Frá og með deginum í dag, 1. mars 2023, tekur embætti byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar upp rafrænar undirritanir á allar teikningar, þ.e. aðaluppdrætti, sérteikningar og raflagnateikningar. Er þetta enn eitt skrefið í stafrænni vegferð sveitarfélagsins og liður í því að einfalda þjónustuferla sem og spara um leið tíma og kostnað.
01.03.2023 - 14:22
Almennt|Fréttir frá Akureyri
Lestrar 390