Skipulagsráð

422. fundur 24. apríl 2024 kl. 08:15 - 11:30 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Einar Sigþórsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá

1.Gleráreyrar 6-8 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2024040964Vakta málsnúmer

Ingólfur Freyr Guðmundsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir frá Kollgátu kynntu, f.h. Eikar fasteignafélags, hugmyndir að uppbyggingu á lóðum 2-8 við Gleráreyrar og svæðis vestan þeirra. Fela þessar hugmyndir bæði í sér breytingu á aðal- og deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu í samræmi við erindið.

2.Austurvegur 19 og 21 - fyrirspurn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2023011119Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Austurveg, Eyjabyggð og Búðartanga, Hrísey - breyting á fjórum einbýlishúsalóðum við Austurveg 15-21. Athugasemdafresti lauk þann 11. apríl 2024. Fyrir liggur umsögn frá umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar dagsett 8. apríl 2024 en engar aðrar athugasemdir bárust á kynningartíma. Umsagnir frá Rarik, Minjastofnun Íslands, Norðurorku og hverfisnefnd Hríseyjar bárust á fyrri stigum málsins.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt með breytingum er varðar aðkomu inn á lóð nr. 19 og kvöð um ljósleiðara.

3.Rangárvellir - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023101100Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla sem felur í sér afmörkun nýrrar 4.029 fm lóðar, Rangárvellir 6, til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 15. nóvember 2023.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010.

4.Dvergaholt 1 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024040959Vakta málsnúmer

Erindi Fanneyjar Haukdsdóttur arkitekts hjá AVH arkitektum dagsett 18. apríl 2024, f.h. lóðarhafa Dvergaholts 1, fyrirspurn um hvort áætluð byggingaráform séu í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Holtahverfis norður til samræmis við erindið. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal grenndarkynnt fyrir lóðarhafa Dvergaholts 5-9. Einnig skal leitað umsagnar Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

5.Hrísey - deiliskipulag fyrir svæði ofan Norðurvegar

Málsnúmer 2023090672Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að lýsingu deiliskipulags fyrir svæði ofan núverandi byggðar í Hrísey.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og í kjölfarið kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Naust 3 - endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 2024030177Vakta málsnúmer

Halldóra Bragadóttir og Helgi B. Thóroddsen hjá Kanon arkitektum kynntu fyrstu drög að breytingu á deiliskipulagi á landi Nausta 3 sem í aðalskipulagi er skilgreint sem íbúðarsvæði/þéttingarsvæði. Var kynningin í gegnum fjarfundarbúnað. Samkvæmt tillögunni er miðað við að á svæðinu verði allt að 10 lóðir fyrir einbýlis- og tvíbýlishús og 5 lóðir fyrir raðhús. Er gert ráð fyrir að öll hús á svæðinu verði á einni hæð.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna, í samræmi við umræður á fundi, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Lystigarður - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2024040510Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. apríl 2024 þar sem að Jón Birgir Gunnlaugsson fh. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar sækir um breytingu á deiliskipulagi Lystigarðsins á Akureyri.

Breytingin felur í sér eftirfarandi:

· Núverandi byggingarreitur áhaldahúss er stækkaður.

· Heimilt að reisa salernisastöðu fyrir gesti með varanlegri byggingu eða bráðabirgðahúsnæði (salernisgámur). Stærð byggingar max 5 x 10 metrar innan sameiginlegs byggingarreits með áhaldahúsi.

· Nýr stígur upp á Þórunnarstræti að stoppustöð gangstétt.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

8.Háhlíð 4 - breytt notkun á einbýlishúsi

Málsnúmer 2024040354Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2024 þar sem Anna Þóra Ísfold Rebekkudóttir óskar eftir því að einbýlishúsinu að Háhlíð 4 verði breytt í 2 íbúðir. Færir Anna Þóra rök fyrir því að allar forsendur séu til staðar til þess að í húsinu geti verið 2 íbúðir sem skiptast í efri- og neðri hæð.
Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram breytingu á deiliskipulagi til samræmis við erindið, þar sem einbýlishúsi á lóðinni verði breytt í tvíbýlishús. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Höfðahlíðar 14, 15 og 17 og Háhlíðar 2 og 6.


Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

9.Geislatún 2-10 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2024040520Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. apríl 2024 þar sem að Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fh. Árna Sveinbjörnssonar eiganda að Geislatúni 8 sækir um óverulega deiliskipulagsbreytingu.

Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreitum fyrir sólstofur við íbúðir á lóðum við Geislatún 2-10. Byggingarreitir fyrir léttar útbyggingar sem skilgreindir eru fyrir hverja íbúð verði stækkaðir úr 3x5m í 4,2x5m.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Þórhallur Jónsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.
Skipulagsráð hafnar erindinu á þeim forsendum að þegar hafi verið byggt samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

10.Oddagata 11 - umsókn um óverulega deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2024040588Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. apríl 2024 þar sem að Kári Magnússon fh. Péturs Ólafssonar byggverktaks ehf. sækir um óverulega deiliskipulagsbreytingu.

Breytingin felur í sér að byggingarreitur fyrir bílskúr er færður 1 metra aftar á lóðinni svo að bílastæði fyrir framan skúrinn verði 6 metrar í stað 5.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Oddagötu 13 og Gilsbakkavegar 11.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

11.Bjarkarlundur 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2024040941Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. apríl 2024 þar sem að Ómar Ívarsson fh. Áskels Bjarnasonar og Sabrínu Sigurðardóttur óskar eftir leyfi til að byggja hálfniðurgrafna bílgeymslu við fyrirhugað hús vegna jarðvegsaðstæðna án þess að gera þurfi breytingu á deiliskipulagi.
Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi með vísan í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

12.Norðurgata 36 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024020104Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskaði eftir umsögn skipulagsráðs á 953. fundi sínum þann 8. febrúar 2024.

Erindi dagsett 2. febrúar 2024 þar sem að Friðrik Ólafsson fh. Amicus ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 2ja hæða viðbyggingu við núverandi íbúðarhús ásamt nýjum bílskúr á suð-austur horni lóðarinnar ásamt viðbótarbyggingu við núverandi skúr á norð-austur horni lóðarinnar.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin skv. 44. gr skipulagslaga 123/2010.


Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Norðurgötu 34 og 38 ásamt Ránargötu 7, 9 og 11. Á sama tíma bendir skipulagsráð umsækjana á að þegar byggingaráform liggja á lóðamörkum þarf skriflegt samþykki lóðarhafa þeirra lóða að liggja fyrir áður en grenndarkynnt verður.


Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Lambi - fyrirspurn Ferðafélags Akureyrar varðandi lóðarleigusamning fyrir fjallaskálan Lamba

Málsnúmer 2024040615Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. apríl 2024 þar sem að Einar Hjartarson fh. Ferðafélags Akureyrar óskar eftir því að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir fjallaskálan Lamba á Glerárdal : Fastanúmer er 02239412.
Skipulagsráð samþykkir að útbúinn verði lóðarleigusamningur fyrir Ferðafélag Akureyrar fyrir fjallaskálann Lamba. Skipulagsráð óskar eftir að í samninginn verði sett kvöð um að lóðarréttur verði ekki framseljanlegur og að hluti hússins sé opinn almenningi. Skálinn stendur í friðlandi og það því forgangsmál að sveitarfélagið eignist skálann ef Ferðafélag Akureyrar hygðist selja hann eða notkun hans yrði hætt.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

14.Lónsbakki - nýtt hringtorg við Lónsbakka

Málsnúmer 2024040912Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. apríl 2024 þar sem kynntar eru framkvæmdir Vegagerðarinnar við nýtt hringtorg og undirgöng á hringvegi við Lónsveg í landi Akureyrarbæjar við Mýararlón.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar framkvæmdir við nýtt hringtorg og að stofnuð verði 4.137 fm spilda úr landi Mýrarlóns sem verði afsalað til Vegagerðarinnar.

15.Akureyrarvöllur - skipulag

Málsnúmer 2023030895Vakta málsnúmer

Endurskipulagning Akureyrarvallarsvæðisins hófst með bókun í bæjarstjórn 21. mars 2023. Málið var svo tekið upp hjá skipulagsráði 29. nóvember 2023 þar sem ýtt var á skipulagsfulltrúa að hefja vinnuna.

5. apríl 2024 hélt skipulagsfulltrúi fund með Gerði Jónsdóttur framkvæmdastjóra Arkitektafélags Íslands þar sem svæðið var kynnt fyrir henni og þar á eftir fór Gerður yfir hver næstu skref gætu verið og hvaða möguleikar séu í stöðunni varðandi hönnunarsamkeppni fyrir svæðið.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna verkefnið áfram með áherslu á nýja stefnu Akureyrarbæjar varðandi íbúasamráð.


Jón Hjaltason óháður óskar bókað eftirfarandi:

Láum fyrsta skrefið að framtíðarskipan íþróttavallarins við Hólabraut vera íbúaþing.
Sindri Kristjánsson S-lista vék af fundi klukkan 10:59.

16.Slys á gatnamótum Hofsbótar og Strandgötu - skýrsla RNSA

Málsnúmer 2024040937Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á gatnamótum Strandgötu og Hofsbótar þann 9. ágúst 2022. Er óskað eftir formlegu svari frá Akureyrarbæ við ákveðnum tillögum.
Skipulagsráð leggur áherslu á mikilvægi þess að skipaður sé eftirlitsmaður í samræmi við fyrirliggjandi reglugerð þess efnis, þegar framkvæmdir hafa áhrif á umferð gangandi og/eða akandi og að unnið sé eftir vel skilgreindri öryggisáætlun. Skipulagsráð samþykkir jafnframt að fela byggingar- og skipulagsfulltrúa að útfæra tillögu að svörum í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið og leggja til samþykktar skipulagsráðs og umhverfis- og mannvirkjaráðs.

17.Furulundur 17 - 55 umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022120336Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar þann 31. janúar sl. var afgreidd til bæjarstjórnar að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða við Viðjulund 1 og 2. Bæjarstjórn samþykkti breytinguna á fundi 6. febrúar. Við afgreiðslu málsins láðist að bóka um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Furulundar sem auglýst var samhliða. Í þeirri tillögu felst engin efnisleg breyting heldur eingöngu aðlögun á skipulagsmörkum.
Meirihluti skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Furulund verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku hennar.


Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu málsins.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 962. fundar, dagsett 11. apríl 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:30.