Viðjulundur 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022120336

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Erindi dagsett 7. desember 2022 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Klettabjargar ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Viðjulund.

Breytingin felst í því að núverandi hús verði rifið og reist verði tvö sex hæða fjölbýlishús með hálfniðurgröfnum bílakjallara.

Í breytingunni felst m.a. eftirfarandi:

- Allar byggingar á lóð Viðjulundar 1 verði rifnar og í stað þeirra yrðu reist tvö stakstæð fjölbýlishús á allt að sex hæðum auk kjallara.

- Fjöldi íbúða yrði allt að 36 og þrjár íbúðir á hverri hæð hvorrar byggingar.

- Að hálfniðurgrafinn bílastæðakjallari yrði byggður með 36 bílastæðum í kjallara og 30 stæðum á þaki.

- Innakstur í bílakjallara yrði frá Skógarlundi að austan og inn á þak frá Furulundi að vestan.

- Lóð Viðjulundar 1 yrði stækkuð til norðvesturs um 91 m² og sameiginleg innkeyrsla Viðjulundar 1, 2A og 2B yrði einungis fyrir Viðjulund 1.

Meðfylgjandi eru greinargerð og kynningargögn.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um framhald málsins.

Skipulagsráð - 394. fundur - 10.01.2023

Ágúst Hafsteinsson hjá Form ráðgjöf ehf. sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hugmyndir að uppbyggingu fjölbýlishúsa á lóðinni Viðjulundi 1.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram drög að breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að drögin verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 403. fundur - 24.05.2023

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir Viðjulund 1 lauk þann 19. apríl sl.

Þrettán ábendingar bárust við tillöguna auk umsagna frá Norðurorku og Rauða krossinum.

Er nú lögð fram breytt tillaga þar sem gert er ráð fyrir tveimur byggingum eins og í fyrri tillögu en í stað tveggja sex hæða húsa er nú gert ráð fyrir að önnur byggingin verði fimm hæðir og hin sjö hæðir.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa framlagða tillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim fyrirvara að kvöð verði sett um hávaxinn gróður innan lóðar, blágrænar ofanvatnslausnir og að vindgreining verði framkvæmd á auglýsingatíma.

Þá leggur skipulagsráð til að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa á auglýsingatíma tillögunnar.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu málins. Hilda Jana og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað eftirfarandi:

Við höfum efasemdir um að sjö hæða hús sé heppilegt á þessum reit.



Jón Hjaltason óflokksbundinn greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað eftirfarandi:

Augljóst er að áform um byggingu tveggja fjölbýlishúsa, fimm og sjö hæða, á lóð Viðjulundar 1 ganga í berhögg við byggingarlistastefnu bæjarins. Þar segir meðal annars um nýbyggingar: „Byggingin sé í góðu samræmi við nánasta manngert og náttúrulegt umhverfi [...] og falli vel inn í umhverfi og götumynd.“ Með öðrum orðum, það kann aldrei góðri lukku að stýra að byggja mjög mishátt í þéttri byggð. Vindafar breytist og lífsgæði skerðast.

Þá má velta fyrir sér hvort fjölbýlishúsin sem hér um ræðir séu ekki enn eitt dæmið um þá öfgafullu mynd sem þétting byggðar er að taka á sig í okkar fallega bæ.

Bæjarstjórn - 3530. fundur - 06.06.2023

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. maí 2023:

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir Viðjulund 1 lauk þann 19. apríl sl.

Þrettán ábendingar bárust við tillöguna auk umsagna frá Norðurorku og Rauða krossinum.

Er nú lögð fram breytt tillaga þar sem gert er ráð fyrir tveimur byggingum eins og í fyrri tillögu en í stað tveggja sex hæða húsa er nú gert ráð fyrir að önnur byggingin verði fimm hæðir og hin sjö hæðir.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa framlagða tillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim fyrirvara að kvöð verði sett um hávaxinn gróður innan lóðar, blágrænar ofanvatnslausnir og að vindgreining verði framkvæmd á auglýsingatíma.

Þá leggur skipulagsráð til að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa á auglýsingatíma tillögunnar.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu málins. Hilda Jana og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað eftirfarandi:

Við höfum efasemdir um að sjö hæða hús sé heppilegt á þessum reit.

Jón Hjaltason óflokksbundinn greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað eftirfarandi:

Augljóst er að áform um byggingu tveggja fjölbýlishúsa, fimm og sjö hæða, á lóð Viðjulundar 1 ganga í berhögg við byggingarlistastefnu bæjarins. Þar segir meðal annars um nýbyggingar: „Byggingin sé í góðu samræmi við nánasta manngert og náttúrulegt umhverfi [...] og falli vel inn í umhverfi og götumynd.“ Með öðrum orðum, það kann aldrei góðri lukku að stýra að byggja mjög mishátt í þéttri byggð. Vindafar breytist og lífsgæði skerðast. Þá má velta fyrir sér hvort fjölbýlishúsin sem hér um ræðir séu ekki enn eitt dæmið um þá öfgafullu mynd sem þétting byggðar er að taka á sig í okkar fallega bæ.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Andri Teitsson, Gunnar Már Gunnarsson, Halla Björk Reynisdóttir, Heimir Örn Árnason og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að auglýsa framlagða tillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim fyrirvara að kvöð verði sett um hávaxinn gróður innan lóðar, blágrænar ofanvatnslausnir og að vindgreining verði framkvæmd á auglýsingatíma.

Þá tekur bæjarstjórn undir með skipulagsráði varðandi kynningarfund á auglýsingatíma og felur skipulagsfulltrúa að undirbúa hann.

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Brynjólfur Ingvarsson óflokksbundinn sátu hjá.

Skipulagsráð - 410. fundur - 11.10.2023

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Viðjulund lauk þann 2. október sl.

Tíu athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að vinna tillögu að umsögn um innkomnar athugasemdir.

Skipulagsráð - 411. fundur - 25.10.2023

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Viðjulund auk 10 athugasemda sem bárust á kynningartíma og umsagna frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku. Þá er lögð fram vindgreining sem gerð var auk tillögu skipulagsfulltrúa að umsögn um efni innkominna athugasemda.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að gerðar verði breytingar á framlögðum tillögum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir. Skulu breytingar gera ráð fyrir því að fyrirhugað sjö hæða fjölbýlishús verði lækkað niður í sex hæðir. Þá þarf einnig að huga að niðurstöðu vindgreiningar sem sýnir hugsanleg óæskileg áhrif á göngustíg norðan lóðarinnar.

Er skipulagsfulltrúa falið að óska eftir uppfærðum tillögum og leggja fyrir næsta fund skipulagsráðs.


Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 416. fundur - 31.01.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða við Viðjulund 1 og 2 þar sem gerðar hafa verið breytingar til að koma til móts við samþykkt skipulagsráðs frá 25. október 2023. Þær breytingar sem gerðar hafa verið eru eftirfarandi:


- Vestara húsið á lóðinni lækkar úr 7 hæðum í 6 hæðir.

- Felld eru út ákvæði um uppgefinn fjölda íbúða í hvoru húsi.

- Ákvæði um fjölda bílastæða breytast til samræmist við ákvæði Hagahverfis og Móahverfis.

- Bil milli byggingarreita minnkar úr 9 í 7 m.

- Bætt er við ákvæði um að svalir og skyggni megi standa 1,5 m út fyrir byggingarreit.

- Sett er inn kvöð um girðingu meðfram vesturlóðarmörkum til að lækka vindhraða.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi breyting á deiliskipulagi sem nær til lóða við Viðjulund 1 og 2 verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru nema breytingu sem felur í sér að bil byggingarreita minnki úr 9 m í 7 m. Ráðið leggur einnig til að tillaga að svörum við innkomnum athugasemdum verði samþykkt.


Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3540. fundur - 06.02.2024

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. janúar 2024:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða við Viðjulund 1 og 2 þar sem gerðar hafa verið breytingar til að koma til móts við samþykkt skipulagsráðs frá 25. október 2023. Þær breytingar sem gerðar hafa verið eru eftirfarandi:

- Vestara húsið á lóðinni lækkar úr 7 hæðum í 6 hæðir.

- Felld eru út ákvæði um uppgefinn fjölda íbúða í hvoru húsi.

- Ákvæði um fjölda bílastæða breytast til samræmist við ákvæði Hagahverfis og Móahverfis.

- Bil milli byggingarreita minnkar úr 9 í 7 m.

- Bætt er við ákvæði um að svalir og skyggni megi standa 1,5 m út fyrir byggingarreit.

- Sett er inn kvöð um girðingu meðfram vesturlóðarmörkum til að lækka vindhraða.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi breyting á deiliskipulagi sem nær til lóða við Viðjulund 1 og 2 verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru nema breytingu sem felur í sér að bil byggingarreita minnki úr 9 m í 7 m. Ráðið leggur einnig til að tillaga að svörum við innkomnum athugasemdum verði samþykkt.

Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu málsins.

Andri Teitsson kynnti.

Til máls tóku Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Jón Hjaltason.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða við Viðjulund 1 og 2 með breytingum sem gerðar voru til þess að koma til móts við samþykkt skipulagsráðs frá 25. október 2023, nema breytingu sem felur í sér að bil byggingarreita minnki úr 9 m í 7 m. Þá samþykkir bæjarstjórn einnig framlagða tillögu að svörum við innkomnum athugasemdum.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Jón Hjaltason óháður situr hjá.


Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, óskar bókað:

Ég tel mikilvægt að þegar breytingar eru gerðar á eldra skipulagi að horft sé til sögulegs samhengis umhverfis og sérstöðu hverfa. Ég tel að taka eigi mark á umsögn Minjastofnunnar og gera eigi húsakönnun sem uppfyllir staðla Minjastofnunar áður en ákvörðun er tekin um að breyta skipulagi og rífa býlið Lund sem hefur menningarsögulegt gildi fyrir þennan bæjarhluta Akureyrarbæjar.

Skipulagsráð - 422. fundur - 24.04.2024

Á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar þann 31. janúar sl. var afgreidd til bæjarstjórnar að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða við Viðjulund 1 og 2. Bæjarstjórn samþykkti breytinguna á fundi 6. febrúar. Við afgreiðslu málsins láðist að bóka um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Furulundar sem auglýst var samhliða. Í þeirri tillögu felst engin efnisleg breyting heldur eingöngu aðlögun á skipulagsmörkum.
Meirihluti skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Furulund verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku hennar.


Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3545. fundur - 07.05.2024

Liður 17 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. apríl 2024:

Á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar þann 31. janúar sl. var afgreidd til bæjarstjórnar að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða við Viðjulund 1 og 2. Bæjarstjórn samþykkti breytinguna á fundi 6. febrúar. Við afgreiðslu málsins láðist að bóka um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Furulundar sem auglýst var samhliða. Í þeirri tillögu felst engin efnisleg breyting heldur eingöngu aðlögun á skipulagsmörkum.

Meirihluti skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Furulund verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku hennar.

Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu málsins.

Andri Teitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Furulund með 10 atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar.

Jón Hjaltason óháður situr hjá.