Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. apríl 2024:
Erindi dagsett 17. apríl 2024 þar sem kynntar eru framkvæmdir Vegagerðarinnar við nýtt hringtorg og undirgöng á hringvegi við Lónsveg í landi Akureyrarbæjar við Mýrarlón.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar framkvæmdir við nýtt hringtorg og að stofnuð verði 4.137 fm spilda úr landi Mýrarlóns sem verði afsalað til Vegagerðarinnar.
Fyrir bæjarstjórn liggur að staðfesta afsal á umræddu landi vegna framkvæmdanna.
Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.