Norðurgata 36 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024020104

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 953. fundur - 08.02.2024

Erindi dagsett 2. febrúar 2024 þar sem Friðrik Ólafsson fyrir hönd Amicus ehf., sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu ásamt því að byggja bílgeymslu á lóð nr. 36 við Norðurgötu. Innkomin gögn eftir Friðrik Ólafsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 422. fundur - 24.04.2024

Byggingarfulltrúi óskaði eftir umsögn skipulagsráðs á 953. fundi sínum þann 8. febrúar 2024.

Erindi dagsett 2. febrúar 2024 þar sem að Friðrik Ólafsson fh. Amicus ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 2ja hæða viðbyggingu við núverandi íbúðarhús ásamt nýjum bílskúr á suð-austur horni lóðarinnar ásamt viðbótarbyggingu við núverandi skúr á norð-austur horni lóðarinnar.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin skv. 44. gr skipulagslaga 123/2010.


Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Norðurgötu 34 og 38 ásamt Ránargötu 7, 9 og 11. Á sama tíma bendir skipulagsráð umsækjanda á að þegar byggingaráform liggja á lóðamörkum þarf skriflegt samþykki lóðarhafa þeirra lóða að liggja fyrir áður en grenndarkynnt verður.


Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.