Naust 3 - endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 2024030177

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 422. fundur - 24.04.2024

Halldóra Bragadóttir og Helgi B. Thóroddsen hjá Kanon arkitektum kynntu fyrstu drög að breytingu á deiliskipulagi á landi Nausta 3 sem í aðalskipulagi er skilgreint sem íbúðarsvæði/þéttingarsvæði. Var kynningin í gegnum fjarfundarbúnað. Samkvæmt tillögunni er miðað við að á svæðinu verði allt að 10 lóðir fyrir einbýlis- og tvíbýlishús og 5 lóðir fyrir raðhús. Er gert ráð fyrir að öll hús á svæðinu verði á einni hæð.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna, í samræmi við umræður á fundi, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 431. fundur - 25.09.2024

Drög að endurskoðun deiliskipulags sem nær til svæðis við Naust III voru kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. ágúst til 12. september 2024. Voru drögin einnig kynnt á opnu húsi þann 5. september. Fjórar athugasemdir bárust ásamt umsögnum frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að breyttri tillögu sem kemur til móts við innkomnar athugasemdir og umræður á opnu húsi.