Lambi - fyrirspurn Ferðafélags Akureyrar varðandi lóðarleigusamning fyrir fjallaskálan Lamba

Málsnúmer 2024040615

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 422. fundur - 24.04.2024

Erindi dagsett 12. apríl 2024 þar sem að Einar Hjartarson fh. Ferðafélags Akureyrar óskar eftir því að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir fjallaskálan Lamba á Glerárdal : Fastanúmer er 02239412.
Skipulagsráð samþykkir að útbúinn verði lóðarleigusamningur fyrir Ferðafélag Akureyrar fyrir fjallaskálann Lamba. Skipulagsráð óskar eftir að í samninginn verði sett kvöð um að lóðarréttur verði ekki framseljanlegur og að hluti hússins sé opinn almenningi. Skálinn stendur í friðlandi og það því forgangsmál að sveitarfélagið eignist skálann ef Ferðafélag Akureyrar hygðist selja hann eða notkun hans yrði hætt.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.