Slys á gatnamótum Hofsbótar og Strandgötu - skýrsla RNSA

Málsnúmer 2024040937

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 422. fundur - 24.04.2024

Lögð fram skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á gatnamótum Strandgötu og Hofsbótar þann 9. ágúst 2022. Er óskað eftir formlegu svari frá Akureyrarbæ við ákveðnum tillögum.
Skipulagsráð leggur áherslu á mikilvægi þess að skipaður sé eftirlitsmaður í samræmi við fyrirliggjandi reglugerð þess efnis, þegar framkvæmdir hafa áhrif á umferð gangandi og/eða akandi og að unnið sé eftir vel skilgreindri öryggisáætlun. Skipulagsráð samþykkir jafnframt að fela byggingar- og skipulagsfulltrúa að útfæra tillögu að svörum í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið og leggja til samþykktar skipulagsráðs og umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Skipulagsráð - 429. fundur - 28.08.2024

Lögð fram drög að viðbrögðum við tillögum Rannsóknarnefndar samgönguslysa í öryggisátt í tengslum við rannsókn á banaslysi á gatnamótum Strandgötu og Hofsbótar, með vísun í bókun skipulagsráðs 24. apríl 2024.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi svör.