Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028

Málsnúmer 2024040694

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3845. fundur - 17.04.2024

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3847. fundur - 02.05.2024

Lögð fram til samþykktar drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að vinnuferli og tímalínu vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3853. fundur - 20.06.2024

Umræða um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028.

Gunnar Már Gunnarsson B-lista sat fundinn undir þessum lið.

Þá sátu Andri Teitsson L-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð - 3855. fundur - 11.07.2024

Lögð fram til kynningar drög að forsendum fjárhagsáætlunar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3857. fundur - 15.08.2024

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2025 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 með þremur atkvæðum.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá.

Bæjarráð - 3858. fundur - 22.08.2024

Lögð fram tillaga að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsramma fjárhagsáætlunar 2025 með þremur atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað:

Samkvæmt þeim ramma sem liggur fyrir til samþykktar í dag þá mun afkoma aðalsjóðs versna um 45,2% milli ára og enn færumst við fjær því að ná sjálfbærni í A hluta þrátt fyrir að tekjur hafi aukist mikið. Ástæða þess að ég get ekki samþykkt þennan ramma sem hér er til umfjöllunar er sú að ég tel að það þurfi að gera ráð fyrir aðhaldsaðgerðum vegna þessarar versnandi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Ég fagna engu að síður mörgum þeim verkefnum sem við erum að ráðast í og þurfum að finna stað í fjárhagsramma næsta árs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 57. fundur - 26.08.2024

Fjárhagsrammi Akureyrarbæjar 2025-2028 kynntur.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Jónasdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.

Bæjarráð - 3864. fundur - 03.10.2024

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3865. fundur - 17.10.2024

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.


Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Andri Teitsson fund bæjarráðs undir þessum lið.


Eftirtaldir sviðsstjórar komu inn á fundinn og gerðu grein fyrir fjárhagsáætlun sinna sviða:

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs ásamt Steinmari H. Rögnvaldssyni byggingarfulltrúa og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs.


Hlé var gert á fundi bæjarráðs kl. 11:53

Fundi bæjarráðs var framhaldið kl. 12:57


Eftir fundarhlé gerðu Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs ásamt Kolbeini Aðalsteinssyni skrifstofustjóra velferðarsviðs grein fyrir fjárhagsáætlun sinna sviða.


Bæjarráð felur sviðsstjórum að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3866. fundur - 24.10.2024

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sat bæjarfulltrúinn Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2025-2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3552. fundur - 29.10.2024

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. október 2024:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sat bæjarfulltrúinn Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2025-2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tóku Hulda Elma Eysteinsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jón Þorvaldur Heiðarsson, Hilda Jana Gísladóttir og Heimir Örn Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:


Venju samkvæmt eru mörg brýn og jákvæð verkefni í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Hins vegar er áhyggjuefni að ekki sé gert ráð fyrir sjálfbærum rekstri A-hluta næstu fjögur árin, þrátt fyrir mikla tekjuaukningu sveitarfélagsins. Samkvæmt áætluninni stefnir í taprekstur af aðalsjóði um rúman milljarð á næsta ári og gert ráð fyrir áframhaldandi taprekstri næstu ár. Veltufé frá rekstri og handbært fé fer jafnframt lækkandi, á sama tíma og líklega aldrei hefur verið framkvæmt jafn mikið og fyrirhugað er á næsta ári, en stefnt er að lántöku upp á 1700 m.kr. í óhagstæðu vaxtaumhverfi. Þrátt fyrir að fyrirhugað sé að framkvæma mikið, eru engar framkvæmdir þess eðlis að þær séu líklegar til að draga úr rekstrarkostnaði til framtíðar, heldur þvert á móti auka hann. Þá er áhyggjuefni að ekki séu á áætlun framkvæmdir sem gætu mögulega komið í veg fyrir fjárhagslegt tjón í framtíðinni t.d. endurbætur á þaki Síðuskóla og Ráðhússins. Þess utan er áhyggjuefni að á áætluninni er ekki gert ráð fyrir bættum húsakosti leikskólans Lundarsels, sem er löngu tímabært.

Bæjarráð - 3867. fundur - 31.10.2024

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3868. fundur - 07.11.2024

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3869. fundur - 14.11.2024

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar og Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3870. fundur - 21.11.2024

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2025-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.