Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028

Málsnúmer 2024040694

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3845. fundur - 17.04.2024

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3847. fundur - 02.05.2024

Lögð fram til samþykktar drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að vinnuferli og tímalínu vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3853. fundur - 20.06.2024

Umræða um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028.

Gunnar Már Gunnarsson B-lista sat fundinn undir þessum lið.

Þá sátu Andri Teitsson L-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð - 3855. fundur - 11.07.2024

Lögð fram til kynningar drög að forsendum fjárhagsáætlunar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3857. fundur - 15.08.2024

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2025 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 með þremur atkvæðum.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá.

Bæjarráð - 3858. fundur - 22.08.2024

Lögð fram tillaga að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsramma fjárhagsáætlunar 2025 með þremur atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað:

Samkvæmt þeim ramma sem liggur fyrir til samþykktar í dag þá mun afkoma aðalsjóðs versna um 45,2% milli ára og enn færumst við fjær því að ná sjálfbærni í A hluta þrátt fyrir að tekjur hafi aukist mikið. Ástæða þess að ég get ekki samþykkt þennan ramma sem hér er til umfjöllunar er sú að ég tel að það þurfi að gera ráð fyrir aðhaldsaðgerðum vegna þessarar versnandi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Ég fagna engu að síður mörgum þeim verkefnum sem við erum að ráðast í og þurfum að finna stað í fjárhagsramma næsta árs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 57. fundur - 26.08.2024

Fjárhagsrammi Akureyrarbæjar 2025-2028 kynntur.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Jónasdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.

Bæjarráð - 3864. fundur - 03.10.2024

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3865. fundur - 17.10.2024

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.


Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Andri Teitsson fund bæjarráðs undir þessum lið.


Eftirtaldir sviðsstjórar komu inn á fundinn og gerðu grein fyrir fjárhagsáætlun sinna sviða:

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs ásamt Steinmari H. Rögnvaldssyni byggingarfulltrúa og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs.


Hlé var gert á fundi bæjarráðs kl. 11:53

Fundi bæjarráðs var framhaldið kl. 12:57


Eftir fundarhlé gerðu Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs ásamt Kolbeini Aðalsteinssyni skrifstofustjóra velferðarsviðs grein fyrir fjárhagsáætlun sinna sviða.


Bæjarráð felur sviðsstjórum að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3866. fundur - 24.10.2024

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sat bæjarfulltrúinn Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2025-2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3552. fundur - 29.10.2024

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. október 2024:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sat bæjarfulltrúinn Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2025-2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tóku Hulda Elma Eysteinsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jón Þorvaldur Heiðarsson, Hilda Jana Gísladóttir og Heimir Örn Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:


Venju samkvæmt eru mörg brýn og jákvæð verkefni í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Hins vegar er áhyggjuefni að ekki sé gert ráð fyrir sjálfbærum rekstri A-hluta næstu fjögur árin, þrátt fyrir mikla tekjuaukningu sveitarfélagsins. Samkvæmt áætluninni stefnir í taprekstur af aðalsjóði um rúman milljarð á næsta ári og gert ráð fyrir áframhaldandi taprekstri næstu ár. Veltufé frá rekstri og handbært fé fer jafnframt lækkandi, á sama tíma og líklega aldrei hefur verið framkvæmt jafn mikið og fyrirhugað er á næsta ári, en stefnt er að lántöku upp á 1700 m.kr. í óhagstæðu vaxtaumhverfi. Þrátt fyrir að fyrirhugað sé að framkvæma mikið, eru engar framkvæmdir þess eðlis að þær séu líklegar til að draga úr rekstrarkostnaði til framtíðar, heldur þvert á móti auka hann. Þá er áhyggjuefni að ekki séu á áætlun framkvæmdir sem gætu mögulega komið í veg fyrir fjárhagslegt tjón í framtíðinni t.d. endurbætur á þaki Síðuskóla og Ráðhússins. Þess utan er áhyggjuefni að á áætluninni er ekki gert ráð fyrir bættum húsakosti leikskólans Lundarsels, sem er löngu tímabært.

Bæjarráð - 3867. fundur - 31.10.2024

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3868. fundur - 07.11.2024

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3869. fundur - 14.11.2024

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar og Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3870. fundur - 21.11.2024

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2025-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3554. fundur - 03.12.2024

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 21. nóvember 2024:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2025-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.


Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:


Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti



Samstæðureikningur Sveitarsjóðs A-hluti



Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2025



Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2026



Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2027



Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2028



Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2025-2028




A-hluta stofnanir:



Aðalsjóður



Fasteignir Akureyrarbæjar



Framkvæmdamiðstöð



Eignasjóður gatna o.fl.





B-hluta stofnanir:



Félagslegar íbúðir



Strætisvagnar Akureyrar



Bifreiðastæðasjóður Akureyrar



Hlíðarfjall



Hafnasamlag Norðurlands


Gjafasjóður ÖA


Byggingasjóður Náttúrufræðistofnunar



Norðurorka hf.


Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Heimir Örn Árnason.
Fjárhagsáætlunin er lögð fram og greidd atkvæði um hvern lið.



Aðalsjóður:



Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu 2025 að fjárhæð -1.029.321 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2025 að fjárhæð 16.703.048 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sverre Andreas Jakobsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sitja hjá.


A-hluta stofnanir



i.

Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 2025 að fjárhæð 651.856 þús. kr.



ii.

Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða 2025 að fjárhæð -22.129 þús. kr.



iii.

Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 2025 að fjárhæð 188.744 þús. kr.




Allir þessir liðir A-hluta stofnana eru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 6 atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sverre Andreas Jakobsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sitja hjá.



Samstæðureikningur:



Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu 2025 að fjárhæð -210.850 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 47.251.871 þús. kr. er borinn upp til atkvæða og samþykktur með 6 atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sverre Andreas Jakobsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sitja hjá.



B-hluta stofnanir:



Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður 2025 eru:



i.

Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -121.890 þús. kr.



ii.

Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 2.988 þús. kr.



iii.

Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða 52.608 þús. kr.



iv.

Hlíðarfjall, rekstrarniðurstaða 1.020 þús. kr.



v.

Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 590.962 þús. kr.



vi.

Gjafasjóður ÖA, rekstrarniðurstaða -48 þús. kr.



vii.

Byggingasjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 131 þús. kr.


viii.

Norðurorka, rekstrarniðurstaða 1.102.371 þús. kr.




Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana bornar upp í einu lagi og samþykktar með 11 samhljóða atkvæðum.






Samstæðureikningur Akureyrarbæjar:



Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti með rekstrarniðurstöðu 2025 að fjárhæð 1.448.638 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2025 að fjárhæð 73.649.698 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sverre Andreas Jakobsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sitja hjá.





Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2025:



Fasteignir Akureyrar 2.414.000 þús. kr.



A-hluti 3.162.000 þús. kr.



B-hluti 2.949.500 þús. kr.



Samantekinn A- og B-hluti 6.111.500 þús. kr.



Framkvæmdayfirlit A- og B-hluta árið 2026 að fjárhæð 5.685.000 þús. kr., 2027 að fjárhæð 5.152.120 þús. kr. og 2028 að fjárhæð 4.792.000 þús. kr.



Framkvæmdayfirlitið borið upp og samþykkt með 6 atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sverre Andreas Jakobsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sitja hjá.


Þriggja ára áætlun



Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluta með rekstrarniðurstöðu 2026 að fjárhæð 1.663.476 þús. kr., 2027 að fjárhæð 1.859.040 þús. kr. og 2028 að fjárhæð 2.076.242 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sverre Andreas Jakobsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sitja hjá.


Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2025 lagðar fram:


a)

Starfsáætlanir



Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar.



Liður a) samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Sverre Andreas Jakobsson B-lista sitja hjá.




b)

Kaup á vörum og þjónustu



Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum, markmið sveitarfélagsins í umhverfis- og loftslagsmálum og meta endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.



Liður b) samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.


Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá.




c)

Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar 2025



Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2025. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna.



Liður c) samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.




Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.




Forseti lýsir því yfir að 6. liður dagskrárinnar ásamt 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 21. nóvember 2024 séu þar með afgreiddir.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:


Í þeirri fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram er gert ráð fyrir áframhaldandi taprekstri A-hluta sveitarsjóðs, 211 m.kr. á árinu 2025 og 10 m.kr. á árinu 2026. Sá meirihluti sem hér starfar hefur ef allt fer sem horfir skilað rekstri A-hluta sveitasjóðs með tapi 4 ár í röð frá 2023-2026 sem nemur nærri 900.000.000 króna.



Það er mikið áhyggjuefni að ekki takist betur til í rekstrinum en svo að honum sé skilað með tapi ár eftir ár. Ekki síður er það áhyggjuefni, þær fyrirætlanir meirihlutans að auka skuldsetningu bæjarsjóðs verulega vegna fjárfestinga í verkefnum sem að öllu óbreyttu munu auka rekstrarkostnað sveitarfélagsins. Mun skynsamlegra væri að fjárfesta í mannvirkjum yfir lengri tíma og einbeita sér að verkefnum sem raunverulega geta dregið úr rekstrarkostnaði. Þannig mætti ná jafnvægi í rekstri og lækka álögur á íbúa og atvinnulíf með því t.d. að lækka fasteignaskatta og gjaldskrár, þá ekki síst gjaldskrár viðkvæmra hópa, eldri borgara og barnafjölskyldna.

Venju samkvæmt er einnig margt mjög jákvætt í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og verður sérstaklega áhugavert að fylgjast með árangri af innleiðingu hreyfikorts.

Hins vegar lýsi ég yfir áhyggjum af því að þrátt fyrir gríðarlegar fjárfestingar eigi að fresta óumflýjanlegu viðhaldi á þaki Síðuskóla, óumflýjanlegu viðhaldi á þaki Ráðhússins sem ekki stenst brunaúttekt og að ekki sé gert ráð fyrir fyrir löngu tímabærum framkvæmdum við Lundarsel-Pálmholt.


Meirihluti bæjarstjórnar óskar bókað:

Að okkar mati horfir rekstur sveitarfélagins til betri vegar. Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall fari heldur niður á við næstu ár og má því segja að fjárhagur sveitarfélagsins sé á góðri leið og fjárhagur sterkur. Það býr mikill slagkraftur í samfélaginu okkar sem verður nýttur til að byggja upp sterka innviði í samfélaginu og efla þjónustuna við íbúa.