Bæjarstjórn

3554. fundur 03. desember 2024 kl. 16:00 - 18:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Jón Hjaltason
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir
  • Sverre Andreas Jakobsson
  • Andri Teitsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Elín Dögg Guðjónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Sverre Andreas Jakobsson B-lista sat fundinn í forföllum Gunnars Más Gunnarssonar.

1.Álagning gjalda - útsvar 2025

Málsnúmer 2024111110Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:


Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2025 í Akureyrarbæ, lagt er til að hún verði 14,97%.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Bæjarráð samþykkir að útsvar verði 14,97% á árinu 2025 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um útsvar 2025 með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2025

Málsnúmer 2024111111Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:


Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2025 til afgreiðslu bæjarstjórnar. Tillagan gerir ráð fyrir óbreyttri fasteignaskattsprósentu, að fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,31% af fasteignamati húsa og lóða, fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% og fasteignaskattur af öðru húsnæði verði 1,63%.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.


Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um álagningu fasteignagjalda 2025 með sjö atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Sverre Andreas Jakobsson B-lista sitja hjá.

3.Fasteignagjöld - reglur um afslátt 2025

Málsnúmer 2024111111Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:


Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2025 til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundum.


Hilda Jana Gísladóttur S-lista situr hjá.


Hulda Elma Eysteindóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2025 með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Norðurorka - verðskrárbreytingar í vatns- og fráveitu

Málsnúmer 2024111165Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:


Tilkynning um ákvörðun stjórnar Norðurorku hf. um verðskrárbreytingar sem ráðgert er að taki gildi 1. janúar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytingar Norðurorku á vatns- og fráveitugjaldi fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.


Hlynur Jóhannsson kynnti.
Bæjarstjórn staðfestir framlagðar gjaldskrárbreytingar Norðurorku með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Gjaldskrár Akureyrarbæjar 2025

Málsnúmer 2024111112Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:


Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða tillögu að gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið 2025 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.


Heimir Örn Árnason kynnti.


Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Jón Hjaltason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Heimir Örn Árnason og Andri Teitsson.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar gjaldskrár Akureyrarbæjar með sjö samhljóða atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Sverre Andreas Jakobsson B-lista sitja hjá.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sverre Andreas Jakobsson B-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista óska bókað:

Af ýmsum ástæðum hefur kostnaður við leikskólastigið vaxið gríðarlega á síðustu árum sem hefur meðal annars orðið til þess að alls konar útfærslur eru nú á gjaldskrám leikskóla og vistunartíma. Í einhverjum tilvikum til að koma til móts við mönnunarvanda, vinnustyttingu og vegna aukins álags við að taka inn 12 mánaða börn. Þetta hefur minnkað álag á leikskólum en eðlilega skapað alls konar umræðu um jafnræði, jafnrétti og þjónustustig.

Langbest væri fyrir alla aðila, og ekki síst börnin sjálf, að fæðingarorlofið verði lengt og minnka þannig álagið. Eins ætti að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólastigið frá 4 ára aldri og gera hann gjaldfrjálsan fyrir þann hóp. Ekki bjóða upp á gjaldskrá sem mismunar fólki eftir aðstæðum þeirra. Við samþykkjum allar gjaldskrár nema gjaldskrá leikskóla.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Lækka hefði átt gjöld á vistunartíma barna í 8 og 8,5 tíma, en þau eru mun hærri en hjá flestum sveitarfélögum. Sem dæmi má nefna að á meðan 8,5 tímar með fullu fæði kosta á næsta ári 49.755 krónur hjá Akureyrarbæ, kostar sambærileg þjónusta 38.915 krónur í Eyjafjarðarsveit. Þá hefði átt að lækka gjaldskrá fyrir heimsendan mat félagsþjónustunnar og mat í félagsmiðstöðvum Sölku og Birtu, en maturinn er mun dýrari hér en víða annars staðar. Sem dæmi má nefna að heimsendur matur félagsþjónustunnar á Akureyri mun á næsta ári kosta 1640 kr., en hann kostaði 1194 kr. hjá Reykjavíkurborg á þessu ári. Sömu sögu er að segja með verð á mat í félagsmiðstöðvum, á Akureyri kostar hann á næsta ári 1550 kr. en 1020 fyrir eldri borgara og öryrkja í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Þá eru gjaldskrárhækkanir Listasafnsins ekki í samræmi við almennar gjaldskrárhækkanir Akureyrarbæjar, þar sem aðgangseyrir fyrir eldri borgara og námsmenn hækkar um 9,1% og árskort um 12,1%. Ekki hefur komið fram neinn rökstuðningur á þessu fráviki og því erfitt að meta þá hækkun.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028

Málsnúmer 2024040694Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 21. nóvember 2024:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2025-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.


Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:


Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti



Samstæðureikningur Sveitarsjóðs A-hluti



Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2025



Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2026



Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2027



Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2028



Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2025-2028




A-hluta stofnanir:



Aðalsjóður



Fasteignir Akureyrarbæjar



Framkvæmdamiðstöð



Eignasjóður gatna o.fl.





B-hluta stofnanir:



Félagslegar íbúðir



Strætisvagnar Akureyrar



Bifreiðastæðasjóður Akureyrar



Hlíðarfjall



Hafnasamlag Norðurlands


Gjafasjóður ÖA


Byggingasjóður Náttúrufræðistofnunar



Norðurorka hf.


Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Heimir Örn Árnason.
Fjárhagsáætlunin er lögð fram og greidd atkvæði um hvern lið.



Aðalsjóður:



Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu 2025 að fjárhæð -1.029.321 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2025 að fjárhæð 16.703.048 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sverre Andreas Jakobsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sitja hjá.


A-hluta stofnanir



i.

Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 2025 að fjárhæð 651.856 þús. kr.



ii.

Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða 2025 að fjárhæð -22.129 þús. kr.



iii.

Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 2025 að fjárhæð 188.744 þús. kr.




Allir þessir liðir A-hluta stofnana eru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 6 atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sverre Andreas Jakobsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sitja hjá.



Samstæðureikningur:



Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu 2025 að fjárhæð -210.850 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 47.251.871 þús. kr. er borinn upp til atkvæða og samþykktur með 6 atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sverre Andreas Jakobsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sitja hjá.



B-hluta stofnanir:



Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður 2025 eru:



i.

Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -121.890 þús. kr.



ii.

Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 2.988 þús. kr.



iii.

Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða 52.608 þús. kr.



iv.

Hlíðarfjall, rekstrarniðurstaða 1.020 þús. kr.



v.

Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 590.962 þús. kr.



vi.

Gjafasjóður ÖA, rekstrarniðurstaða -48 þús. kr.



vii.

Byggingasjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 131 þús. kr.


viii.

Norðurorka, rekstrarniðurstaða 1.102.371 þús. kr.




Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana bornar upp í einu lagi og samþykktar með 11 samhljóða atkvæðum.






Samstæðureikningur Akureyrarbæjar:



Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti með rekstrarniðurstöðu 2025 að fjárhæð 1.448.638 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2025 að fjárhæð 73.649.698 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sverre Andreas Jakobsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sitja hjá.





Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2025:



Fasteignir Akureyrar 2.414.000 þús. kr.



A-hluti 3.162.000 þús. kr.



B-hluti 2.949.500 þús. kr.



Samantekinn A- og B-hluti 6.111.500 þús. kr.



Framkvæmdayfirlit A- og B-hluta árið 2026 að fjárhæð 5.685.000 þús. kr., 2027 að fjárhæð 5.152.120 þús. kr. og 2028 að fjárhæð 4.792.000 þús. kr.



Framkvæmdayfirlitið borið upp og samþykkt með 6 atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sverre Andreas Jakobsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sitja hjá.


Þriggja ára áætlun



Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluta með rekstrarniðurstöðu 2026 að fjárhæð 1.663.476 þús. kr., 2027 að fjárhæð 1.859.040 þús. kr. og 2028 að fjárhæð 2.076.242 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sverre Andreas Jakobsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sitja hjá.


Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2025 lagðar fram:


a)

Starfsáætlanir



Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar.



Liður a) samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Sverre Andreas Jakobsson B-lista sitja hjá.




b)

Kaup á vörum og þjónustu



Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum, markmið sveitarfélagsins í umhverfis- og loftslagsmálum og meta endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.



Liður b) samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.


Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá.




c)

Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar 2025



Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2025. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna.



Liður c) samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.




Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.




Forseti lýsir því yfir að 6. liður dagskrárinnar ásamt 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 21. nóvember 2024 séu þar með afgreiddir.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:


Í þeirri fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram er gert ráð fyrir áframhaldandi taprekstri A-hluta sveitarsjóðs, 211 m.kr. á árinu 2025 og 10 m.kr. á árinu 2026. Sá meirihluti sem hér starfar hefur ef allt fer sem horfir skilað rekstri A-hluta sveitasjóðs með tapi 4 ár í röð frá 2023-2026 sem nemur nærri 900.000.000 króna.



Það er mikið áhyggjuefni að ekki takist betur til í rekstrinum en svo að honum sé skilað með tapi ár eftir ár. Ekki síður er það áhyggjuefni, þær fyrirætlanir meirihlutans að auka skuldsetningu bæjarsjóðs verulega vegna fjárfestinga í verkefnum sem að öllu óbreyttu munu auka rekstrarkostnað sveitarfélagsins. Mun skynsamlegra væri að fjárfesta í mannvirkjum yfir lengri tíma og einbeita sér að verkefnum sem raunverulega geta dregið úr rekstrarkostnaði. Þannig mætti ná jafnvægi í rekstri og lækka álögur á íbúa og atvinnulíf með því t.d. að lækka fasteignaskatta og gjaldskrár, þá ekki síst gjaldskrár viðkvæmra hópa, eldri borgara og barnafjölskyldna.

Venju samkvæmt er einnig margt mjög jákvætt í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og verður sérstaklega áhugavert að fylgjast með árangri af innleiðingu hreyfikorts.

Hins vegar lýsi ég yfir áhyggjum af því að þrátt fyrir gríðarlegar fjárfestingar eigi að fresta óumflýjanlegu viðhaldi á þaki Síðuskóla, óumflýjanlegu viðhaldi á þaki Ráðhússins sem ekki stenst brunaúttekt og að ekki sé gert ráð fyrir fyrir löngu tímabærum framkvæmdum við Lundarsel-Pálmholt.


Meirihluti bæjarstjórnar óskar bókað:

Að okkar mati horfir rekstur sveitarfélagins til betri vegar. Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall fari heldur niður á við næstu ár og má því segja að fjárhagur sveitarfélagsins sé á góðri leið og fjárhagur sterkur. Það býr mikill slagkraftur í samfélaginu okkar sem verður nýttur til að byggja upp sterka innviði í samfélaginu og efla þjónustuna við íbúa.

7.Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029

Málsnúmer 2024110351Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:


Drög að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 eru hér með send til umfjöllunar í sveitarstjórn og er óskað eftir því að athugasemdir eða ábendingar berist til SSNE í síðasta lagi 6. desember næstkomandi. Gert er ráð fyrir að boðað verði til rafræns aukaþings SSNE fyrir jól þar sem Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 yrði samþykkt endanlega.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri SSNE og Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri SSNE sátu fundinn undir þessum lið.


Bæjarráð vísar drögum að sóknaráætlun til umræðu í bæjarstjórn.


Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Hlynur Jóhannsson, Andri Teitsson, Jón Hjaltason, Ásrún Ýr Gestsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.

Þá lagði Hlynur Jóhannsson fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn Akureyrar óskar eftir að SSNE taki upp kafla um samgöngur og innviði í sóknaráætluninni.

Þá tóku til máls Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir.

Þá tók Hlynur Jóhannsson aftur til máls og gerði svofellda breytingu á tillögu sinni:

Bæjarstjórn Akureyrar óskar eftir því við stjórn SSNE að stefna um samgöngur og innviði í sóknaráætluninni verði tekin til umræðu á ársþingi SSNE í apríl 2025.
Tillaga Hlyns Jóhannssonar var borin upp til atkvæða. Tillagan er samþykkt með sjö atkvæðum.


Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista sitja hjá.

8.Hreyfikort

Málsnúmer 2022101039Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 21. nóvember 2024:


Liður 6 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 13. nóvember 2024:


Drög að reglum varðandi gjöld og tekjutengdan afslátt fyrir hreyfikort voru lögð fram.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Jóna Jónsdóttir formaður ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar reglur um gjöld og afslátt vegna hreyfikorts og vísar málinu áfram til samþykktar í bæjarráði.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sat fundinn undir þessum lið.


Bæjarráð samþykkir reglur um gjöld og afslátt vegna hreyfikorts og vísar reglunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.


Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tók Hulda Elma Eysteinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur Akureyrarbæjar um gjöld og afslátt vegna Hreyfikorts með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra - samningar 2025

Málsnúmer 2024090421Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð velferðarráðs frá 27. nóvember 2024:

Lagður fram til samþykktar samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra. Halldóra K. Hauksdóttir lögmaður og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar.


Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra með 11 samhljóða atkvæðum og vísar honum til seinni umræðu í bæjarstjórn.

10.Reglur um leyfi til reksturs sjálfstætt starfandi leikskóla á Akureyri

Málsnúmer 2024110188Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 21. nóvember 2024:


Liður 1 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 13. nóvember 2024:

Lagðar voru fyrir til samþykktar uppfærðar reglur um leyfi til reksturs sjálfstætt starfandi leikskóla á Akureyri.

Áheyrnarfulltrúar: Inga Bára Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Erla Rán Kjartansdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Róar Björn Ottemo fulltrúi foreldra leikskólabarna og Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir endurskoðaðar reglur og vísar málinu áfram til samþykktar í bæjarráði.


Bæjarráð samþykkir reglur um leyfi til reksturs sjálfstætt starfandi leikskóla á Akureyri og vísar reglunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.


Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tók Ásrún Ýr Gestsdóttir. Þá tók til máls Hilda Jana Gísladóttir og lagði fram þá tillögu að heiti reglnanna verði Reglur um leyfi til reksturs sjálfstætt starfandi leikskóla í Akureyrarbæ.

Tillaga Hildu Jönu Gísladóttur var borin upp og var hún samþykkt með 11 atkvæðum.


Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagðar reglur um leyfi til reksturs sjálfstætt starfandi leikskóla á Akureyri.

11.Verklagsreglur um einstaklingsstuðning (félagsleg liðveisla) í Akureyrarbæ

Málsnúmer 2024100307Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:


Liður 6 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 27. nóvember 2024:

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs kynnti nýjar verklagsreglur fræðslu- og lýðheilsusviðs um einstaklingsstuðning (sem áður hét félagsleg liðveisla) og lagði þær fram til samþykktar í ráðinu.

Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann fulltrúi ungmennaráðs.


Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar reglur um einstaklingsstuðning og vísar þeim áfram til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þess um lið.


Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti Reglur Akureyrarbæjar um einstaklingsstuðning og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn, með þeim fyrirvara að bæjarlögmaður og sviðsstjórar velferðarsviðs og fræðslu- og lýðheilsusviðs skoði hvort 3. mgr. 5. gr. reglnanna uppfylli 7. og 7. gr. b gr. laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar nr. 85/2018.


Hulda Elma Eysteindóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagðar reglur Akureyrarbæjar um einstaklingsstuðning.

12.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 15., 21. og 28. nóvember 2024
Bæjarráð 21. og 28. nóvember 2024
Fræðslu- og lýðheilsuráð 13. og 27. nóvember 2024
Skipulagsráð 27. nóvember 2024
Umhverfis- og mannvirkjaráð 19. nóvember 2024
Velferðarráð 13. nóvember 2024


Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 18:00.