Bæjarráð

3858. fundur 22. ágúst 2024 kl. 08:15 - 09:11 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028 - fjárhagsrammi

Málsnúmer 2024040694Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsramma fjárhagsáætlunar 2025 með þremur atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað:

Samkvæmt þeim ramma sem liggur fyrir til samþykktar í dag þá mun afkoma aðalsjóðs versna um 45,2% milli ára og enn færumst við fjær því að ná sjálfbærni í A hluta þrátt fyrir að tekjur hafi aukist mikið. Ástæða þess að ég get ekki samþykkt þennan ramma sem hér er til umfjöllunar er sú að ég tel að það þurfi að gera ráð fyrir aðhaldsaðgerðum vegna þessarar versnandi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Ég fagna engu að síður mörgum þeim verkefnum sem við erum að ráðast í og þurfum að finna stað í fjárhagsramma næsta árs.

2.Gjaldskrár Akureyrarbæjar 2024

Málsnúmer 2023111106Vakta málsnúmer

Lagðar fram breytingar á gjaldskrám Akureyrarbæjar sem taka gildi 1. september nk. Bæjarstjórn samþykkti 19. mars sl. í kjölfar áskorana um aðkomu hins opinbera að kjarasamningum að endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu ásamt því að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sveitarfélagsins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskrám Akureyrarbæjar með gildistíma frá og með 1. september 2024.

3.Grímsey - fasteignir

Málsnúmer 2024010684Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 13. ágúst 2024:

Lagt fram tilboð í fasteign og farið yfir stöðu á mögulegri sölu annarra fasteigna í Grímsey.

Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar tilboði í Hafnargötu 15 í Grímsey til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

4.Austursíða 4 - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023090795Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. ágúst 2024:

Drög að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir Austursíðu 4 voru kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 19. júní til og með 12. júlí 2024. Í breytingunni felst að landnotkun á svæði sem nær til lóða við Austursíðu 2, 4 og 6 breytist úr athafnasvæði í verslun- og þjónustu. Er gert ráð fyrir blandaðri landnotkun á svæðinu með heimild fyrir íbúðum á efri hæðum og miðað við að íbúðarhús geti verið allt að 5 hæðir.

Ein athugasemd barst á kynningartíma þar sem bent var á villu í texta.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðisins verði auglýst með fyrirvara um lagfæringar á texta um hæðir húsa skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að breyting á aðalskipulagi sem nær til lóða við Austursíðu 2, 4 og 6 verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

5.Ungmennaráð - endurskoðun samþykktar

Málsnúmer 2022090672Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. ágúst 2024:

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri samþykkt fyrir ungmennaráð.

Karen Nóadóttir verkefnastjóri Barnvæns sveitarfélags og Hafsteinn Þórðarson verkstjóri vinnuskóla sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni og Hafsteini Þórðarsyni verkstjóra vinnuskóla að leggja endanlega samþykkt fyrir næsta fund bæjarráðs í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir endurskoðaða samþykkt fyrir ungmennaráð.

6.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2022100210Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. ágúst 2024 frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem boðað er til fundar um málefni Flugklasans Air 66N 26. ágúst nk. Óskað er eftir þátttöku fulltrúa allra sveitarfélaga á Norðurlandi sem og fulltrúa SSNV og SSNE. Tilgangur fundarins er að ræða framtíðarfyrirkomulag þeirra verkefna sem Flugklasinn hefur sinnt undanfarin ár.

Skráning á fundinn fer fram á heimasíðu Markaðsstofunnar: https://www.northiceland.is/is/mn/verkefni/flugklasinn-air66n/skraning
Bæjarráð mun senda fulltrúa Akureyrarbæjar á fundinn.

Fundi slitið - kl. 09:11.