Bæjarráð

3866. fundur 24. október 2024 kl. 08:15 - 11:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Halla Björk Reynisdóttir L-lista sat fundinn í forföllum Huldu Elmu Eysteinsdóttur.

1.Blöndulína 3 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024010552Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu og framhald málsins.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.


Þá sátu bæjarfulltrúarnir Lára Halldóra Eiríksdóttir og Hulda Elma Eysteinsdóttir fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

2.Tónatröð 2-14 - breyting á deiliskipulagi Spítalavegar

Málsnúmer 2021110358Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 1. október 2024:

Rætt um stöðu breytinga á deiliskipulagi Spítalavegar. Bæjarstjórn samþykkti 7. febrúar 2023 að kynna drög að deiliskipulagi og samsvarandi drög að breytingu aðalskipulags.

Málshefjandi er Sunna Hlin Jóhannesdóttir og lagði fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn dregur til baka ákvörðun sína frá 7. febrúar 2023 þar sem samþykkt var að kynna drög að deiliskipulagi skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samsvarandi drög að breytingu aðalskipulags við Spítalaveg.

Til máls tók Andri Teitsson og lagði fram svofellda tillögu f.h. meirihluta bæjarstjórnar:

Í ljósi þess hversu langur tími er liðinn frá ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um að vinna að breytingu á deiliskipulagi við Tónatröð án árangurs, felur bæjarstjórn bæjarráði að fara yfir fjárhagshliðina á verkefninu og taka ákvörðun um framhaldið.

Þá tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jón Hjaltason óháður á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Jón Hjaltason óháður vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur var borin upp til atkvæða. Þrír greiða atkvæði með tillögunni. Heimir Örn Árnason D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Andri Teitsson L-lista, Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista og Inga Dís Sigurðardóttir M-lista greiða atkvæði gegn tillögunnni. Tillagan felld.

Tillaga meirihluta bæjarstjórnar var borin upp til atkvæða. Sex greiða atkvæði með tillögunni. Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista sitja hjá.


Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jón Hjaltason óháður á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Jón Hjaltason óháður vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð telur að þar sem ekki liggur fyrir samkomulag um fjárhagshlið verkefnisins, að þá þurfi bæjarstjórn að taka ákvörðun um hvort að halda eigi áfram með breytingu á skipulagi svæðisins.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri vék af fundi kl. 09:51.

3.Akureyrarvöllur - skipulag

Málsnúmer 2023030895Vakta málsnúmer

Liður 20 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. september 2024:

Á fundi skipulagsráðs 11. september sl. var samþykkt að setja á fót vinnuhóp til að vinna að gerð samkeppnislýsingar fyrir Akureyrarvöll í samráði við starfsmenn skipulagsfulltrúa. Er gert ráð fyrir að 5 verði í hópnum. Erindisbréf liggur fyrir.

Skipulagsráð samþykkir að skipa Þórhall Jónsson D-lista, Huldu Elmu Eysteinsdóttur L-lista og Hlyn Jóhannsson M-lista í hópinn fyrir hönd meirihlutans og Sindra Kristjánsson S-lista og Jón Hjaltason óháðan fyrir hönd minnihlutans.

Fyrir fundi bæjarráðs liggur erindisbréf vegna vinnuhópsins.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf fyrir vinnuhópinn.

4.Stefna aðalskipulags um útleigu íbúða

Málsnúmer 2024011395Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf vegna vinnuhóps um endurskoðun stefnu aðalskipulags um útleigu íbúða í skammtímaleigu.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf fyrir vinnuhópinn.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028

Málsnúmer 2024040694Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sat bæjarfulltrúinn Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2025-2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

6.Gjaldskrá Hlíðarfjalls 2025

Málsnúmer 2024100774Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrá Hlíðarfjalls.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn með þeim breytingum sem voru gerðar á fundinum.

7.Þjónustusamningur um rekstur almenningsbókasafns

Málsnúmer 2024090752Vakta málsnúmer

Lagður fram þjónustusamningur milli Akureyrarbæjar og Svalbarðsstrandarhrepps um rekstur almenningsbókasafns. Markmið samningsins er að veita íbúum Svalbarðsstrandarhrepps aðgengi að safnkosti og þjónustu Amtsbókasafns gegn greiðslu sem nemur kr. 6.017.303 á ársgrundvelli samkvæmt samningnum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir þjónustusamninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

8.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2022100210Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 16. október 2024 frá Hjalta Þórarinssyni f.h. Markaðsstofu Norðurlands þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við Flugklasann Air 66N fyrir árið 2025. Óskað er eftir stuðningi sem nemur 500 kr. per íbúa sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að styðja við starfsemi Flugklasans Air 66N um 9 milljónir króna á árinu 2025 og að gert verði ráð fyrir stuðningnum í fjárhagsáætlun næsta árs.

9.Alþingiskosningar 2024 - viðaukabeiðni

Málsnúmer 2024100612Vakta málsnúmer

Lögð fram viðaukabeiðni vegna alþingiskosninga 30. nóvember næstkomandi. Óskað er eftir viðauka að fjárhæð 14 m.kr. vegna framkvæmdar kosninganna hjá Akureyrarbæ og að gert verði ráð fyrir sömu fjárhæð í tekjum í formi endurgreiðslna frá ríkinu.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

10.Glerárgata 26 - endurbætur og nýr leigusamningur 2024

Málsnúmer 2024031281Vakta málsnúmer

Lögð fram viðaukabeiðni að fjárhæð kr. 7.000.000 vegna búnaðarkaupa fyrir starfsemi fræðslu- og lýðheilsusviðs og velferðarsviðs í Glerárgötu 26. Búnaðarkaupin eru til komin vegna endurbóta á 1. hæð húsnæðisins.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.

11.Fundargerðir öldungaráðs

Málsnúmer 2023050173Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 39. fundar öldungaráðs frá 18. september 2024.
Bæjarráð vísar fundarliðum 2, 5 og 6 til fræðslu- og lýðheilsuráðs og lið 4 til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

12.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir 2024

Málsnúmer 2024010313Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 46. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 5. október 2024.
Bæjarráð vísar fundarliðum 1, 2, 3 og 5 til umhverfis- og mannvirkjaráðs og óskar eftir að ráðið taki afstöðu til óska hverfisráðs. Þá felur bæjarráð bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Vegagerðarinnar vegna ferjunnar.

Fundi slitið - kl. 11:15.