Bæjarráð

3853. fundur 20. júní 2024 kl. 08:00 - 10:20 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir vara-áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista mætti á fundinn í forföllum Sifjar Jóhannesar Ástudóttur

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða frá útsendri dagskrá þannig að við bætast tveir nýir dagskrárliðir, númer 1, Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028 og númer 11, fundargerðir öldungaráðs.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028

Málsnúmer 2024040694Vakta málsnúmer

Umræða um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028.

Gunnar Már Gunnarsson B-lista sat fundinn undir þessum lið.

Þá sátu Andri Teitsson L-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

2.Ósk um viðauka vegna sérúrræða í grunnskólum haustið 2024

Málsnúmer 2024051277Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 10. júní 2024:

Önnur umræða vegna óskar um viðauka vegna sérúrræða í grunnskólum haustið 2024.

Áheyrnarfulltrúar: Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 20.000.000 vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

3.Samræmdar símareglur í grunnskólum Akureyrarbæjar - símafrí

Málsnúmer 2024051218Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 10. júní 2024:

Önnur umræða um viðaukabeiðni til kaupa á skápum og afþreyingarefni vegna samræmdra símareglna í grunnskólum Akureyrarbæjar.

Áheyrnarfulltrúar: Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 4.000.000 vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu.

4.Glerárgata 26 - endurbætur og nýr leigusamningur 2024

Málsnúmer 2024031281Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að nýjum húsaleigusamningi við Reyki fasteignafélag ehf. um fasteignina Glerárgötu 26 þar sem velferðarsvið og fræðslu- og lýðheilsusvið bæjarins eru með aðstöðu. Samningurinn er til 15 ára og er gert ráð fyrir að húsnæðið verði uppfært og endurbætt áður en hann tekur gildi.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista óska bókað:

Mun betra, bæði fjárhagslega og faglega, hefði verið líkt og áður var fyrirhugað, að sameina alla stjórnsýslu sveitarfélagsins undir einu þaki í húsnæði sem væri alfarið í eigu Akureyrarbæjar og ná þannig fram töluverðu hagræði og mun lægri rekstrarkostnaði til lengri tíma. Hefði verið staðið við þá ákvörðun sem bæjarstjórn tók á sínum tíma, þá væri líklega um þessar mundir orðin að veruleika framtíðarlausn fyrir alla miðlæga stjórnsýslu sveitarfélagsins.

5.Blöndulína 3 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024010552Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. júní 2024:

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skipulagslýsing vegna Blöndulínu 3 ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá eru einnig lögð fram viðbrögð Landsnets við efni athugasemda og umsagna.

Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að bera saman núverandi svæði sem afmarkað er fyrir háspennulínu/háspennustreng í fyrirliggjandi lýsingu við þær tillögur sem fram koma í athugasemdum. Jafnframt telur skipulagsráð mikilvægt að fá fulltrúa HMS inn á fund skipulagsráðs næst þegar málið kemur á dagskrá til að ræða hvort háspennulína hafi áhrif á fasteignaverð húsnæðis í Giljahverfi.

Skipulagsráð felur bæjaráði að meta hvort þörf sé á að fá álit óháðra erlendra sérfræðinga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista vék af fundi kl. 9:45.

6.Samningur við MAk

Málsnúmer 2021051151Vakta málsnúmer

Lagður fram til afgreiðslu samningur við Menningarfélag Akureyrar um rekstur Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Er samningurinn gerður í kjölfar framlengingar á samstarfssamningi Akureyrarbæjar og ríkisins um menningarmál á Akureyri og gildir út árið 2024. Heildarframlög til grunnverkefna MAk verða á þessu ári 340 m.kr. Framlög til verkefnanna hækka um 40 m.kr. frá fyrra ári, þar sem 20 m.kr. koma af framlögum ríkisins og 20 m.kr. úr bæjarsjóði.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning við Menningarfélag Akureyrar.

Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.

7.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2022100210Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júni 2024 frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem óskað er eftir að sveitarstjórnir taki mál flugklasans til umfjöllunar og ræði hvort að halda eigi áfram stuðningi við verkefnið. Óskað er eftir sameiginlegum fundi með sveitarfélögunum í lok sumars þar sem fulltrúar sveitarfélagana geta rætt saman og tekið ákvörðun um framhaldið.
Bæjarráð tekur jákvætt í að haldinn verði sameiginlegur fundur með sveitarfélögum í lok sumars þar sem rætt verði um framhald verkefnisins.

8.Aflamark Byggðastofnunar - beiðni um umsögn vegna Hríseyjar

Málsnúmer 2024061081Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júní 2024 frá Pétri Friðjónssyni f.h. Aflamarksnefndar Byggðastofnunar þar sem beðið er um umsögn bæjarstjórnar Akureyrar vegna umsóknar Hrísey Seafood ehf. um aflamark í Hrísey.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn vegna málsins.

9.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2024

Málsnúmer 2024010315Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 64. fundur stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem var haldinn miðvikudaginn 5. júní 2024.

10.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2024

Málsnúmer 2024010317Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 948. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem var haldinn föstudaginn 31. maí.

11.Fundargerðir öldungaráðs

Málsnúmer 2023050173Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 37. og 38. fundar öldungaráðs Akureyrarbæjar dagsettar 17. apríl og 29. maí 2024.
Bæjarráð samþykkir að taka fyrir 3. lið í 38. fundargerð öldungaráðs á næsta fundi bæjarráðs.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Mikilvægt er að taka athugasemdir öldungaráðs er varðar matarmál og opnunartíma félagsmiðstöðva fólksins alvarlega. Þá er sérstaklega mikilvægt að fá fram upplýsingar um ábendingar er varðar ólöglega starfsmannaaðstöðu, skorti á viðhaldi, klóaklykt og óboðlega aðstöðu í kjallara félagsmiðstöðvarinnar Sölku. Það hlýtur að teljast alvarlegt að öldungaráð telji Akureyrarbæ ekki uppfylla lagaskyldu sína er varðar aðgang að félags- og tómstundastarfi við hæfi aldraða.

Fundi slitið - kl. 10:20.