Bæjarráð

3865. fundur 17. október 2024 kl. 08:15 - 14:10 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Móahverfi - útboð lóða 2. áfangi

Málsnúmer 2024070764Vakta málsnúmer

Liður 17 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. október 2024:

Lagt fram minnisblað um stöðu úthlutunar í 2. áfanga Móahverfis.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðir í 2. áfanga Móahverfis sem gengu ekki út í fyrra útboði verði auglýstar að nýju með sama hætti og í fyrra útboði.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að lóðir í 2. áfanga Móahverfis sem ekki gengu út í fyrra útboði verði auglýstar að nýju með sama hætti og í fyrra útboði.

2.Móahverfi - uppbygging

Málsnúmer 2024100516Vakta málsnúmer

Rætt um uppbyggingu Móahverfis.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Ársreikningur 2023 - athugasemdir EFS

Málsnúmer 2024100201Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2024 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga með athugasemdum um ársreikning fyrir árið 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Áfangastaðaáætlun Norðurlands - áhersluverkefni

Málsnúmer 2024100121Vakta málsnúmer

Rætt um áfangastaðaáætlun Norðurlands. Markaðsstofa Norðurlands heldur utan um áætlunina en Akureyrarbær leggur til áherslur sveitarfélagsins.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

5.Aðalfundur Menningarfélagsins Hofs ses.

Málsnúmer 2024100248Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 4. október 2024 þar sem Þórleifur Stefán Björnsson f.h. Menningarfélagsins Hofs ses. boðar til aðalfundar félagsins 18. október næstkomandi kl. 12 í Setbergi í Hofi. Fyrir bæjarráði liggur að tilnefna fulltrúa á aðalfundinn og skipun fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að skipa Albertínu F. Elíasdóttur í stjórn Menningarfélagsins Hofs ses. og felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að sækja aðalfund félagsins.

6.Menningarfélag Akureyrar - aðalfundur

Málsnúmer 2024100250Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 4. október 2024 frá Evu Hrund Einarsdóttur f.h. Menningarfélags Akureyrar þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 23. október næstkomandi kl. 20 í Hömrum í Hofi.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að sækja fundinn.

7.Erindi til sveitarstjórna vegna afnáms tollfrelsis skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2024100308Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. september 2024 frá Cruise Iceland til fjármála- og efnahagsráðherra vegna afnáms tollfrelsis.

Pétur Ólafsson hafnastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Það er óásættanlegt að afnema tollfrelsi skemmtiferðaskipa í hringsiglingum án þess að mat sé lagt á efnahagsleg áhrif aðgerðarinnar, eða að ákvörðunin byggi á langtíma stefnumótun um mótttöku skemmtiferðaskipa. Bæjarráð leggur þunga áherslu á að gildistökunni verði frestað um tvö ár á meðan sú vinna fer fram, enda gæti verið um að ræða verulega vanhugsaðan landsbyggðarskatt sem muni hafa mikil áhrif á mótttöku skemmtiferðaskipa m.a. á Akureyri, Hrísey og Grímsey.

8.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2024

Málsnúmer 2024010320Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 172. fundar hverfisráðs Hríseyjar sem haldinn var 7. október 2024.
Bæjarráð vísar lið 3 varðandi framkvæmdaáætlun til umhverfis- og mannvirkjasviðs og felur skipulagsfulltrúa að ræða við hverfisráð varðandi stöðu skipulagsmála í Hrísey.

9.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-2024

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 302. fundar stjórnar Norðurorku hf. sem haldinn var 24. september 2024. Á 301. fundi stjórnarinnar var einungis eitt mál á dagskrá sem bókað var sem trúnaðarmál. Þar af leiðandi er engin fundargerð send út frá 301. fundi.

10.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2024

Málsnúmer 2024010317Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. september 2024.

11.Drög að frumvarpi til laga um breytingu á 44. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 fjöldaflótti

Málsnúmer 2024100247Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 4. október 2024 frá dómsmálaráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 sameiginleg vernd vegna fjöldaflótta.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. október 2024 í gegnum samráðsgáttina eða á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://island.is/samradsgatt/mal/3838

12.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028

Málsnúmer 2024040694Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.


Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Andri Teitsson fund bæjarráðs undir þessum lið.


Eftirtaldir sviðsstjórar komu inn á fundinn og gerðu grein fyrir fjárhagsáætlun sinna sviða:

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs ásamt Steinmari H. Rögnvaldssyni byggingarfulltrúa og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs.


Hlé var gert á fundi bæjarráðs kl. 11:53

Fundi bæjarráðs var framhaldið kl. 12:57


Eftir fundarhlé gerðu Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs ásamt Kolbeini Aðalsteinssyni skrifstofustjóra velferðarsviðs grein fyrir fjárhagsáætlun sinna sviða.


Bæjarráð felur sviðsstjórum að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 14:10.