Málsnúmer 2024040694Vakta málsnúmer
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Andri Teitsson fund bæjarráðs undir þessum lið.
Eftirtaldir sviðsstjórar komu inn á fundinn og gerðu grein fyrir fjárhagsáætlun sinna sviða:
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs ásamt Steinmari H. Rögnvaldssyni byggingarfulltrúa og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Hlé var gert á fundi bæjarráðs kl. 11:53
Fundi bæjarráðs var framhaldið kl. 12:57
Eftir fundarhlé gerðu Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs ásamt Kolbeini Aðalsteinssyni skrifstofustjóra velferðarsviðs grein fyrir fjárhagsáætlun sinna sviða.