Málsnúmer 2021110358Vakta málsnúmer
Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. október 2024:
Liður 8 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 1. október 2024:
Rætt um stöðu breytinga á deiliskipulagi Spítalavegar. Bæjarstjórn samþykkti 7. febrúar 2023 að kynna drög að deiliskipulagi og samsvarandi drög að breytingu aðalskipulags.
Málshefjandi er Sunna Hlín Jóhannesdóttir og lagði fram svofellda tillögu:
Bæjarstjórn dregur til baka ákvörðun sína frá 7. febrúar 2023 þar sem samþykkt var að kynna drög að deiliskipulagi skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samsvarandi drög að breytingu aðalskipulags við Spítalaveg.
Til máls tók Andri Teitsson og lagði fram svofellda tillögu f.h. meirihluta bæjarstjórnar:
Í ljósi þess hversu langur tími er liðinn frá ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um að vinna að breytingu á deiliskipulagi við Tónatröð án árangurs, felur bæjarstjórn bæjarráði að fara yfir fjárhagshliðina á verkefninu og taka ákvörðun um framhaldið.
Þá tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jón Hjaltason óháður á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Jón Hjaltason óháður vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur var borin upp til atkvæða. Þrír greiða atkvæði með tillögunni. Heimir Örn Árnason D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Andri Teitsson L-lista, Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista og Inga Dís Sigurðardóttir M-lista greiða atkvæði gegn tillögunnni. Tillagan felld.
Tillaga meirihluta bæjarstjórnar var borin upp til atkvæða. Sex greiða atkvæði með tillögunni. Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista sitja hjá.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jón Hjaltason óháður á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Jón Hjaltason óháður vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Bæjarráð telur að þar sem ekki liggur fyrir samkomulag um fjárhagshlið verkefnisins, að þá þurfi bæjarstjórn að taka ákvörðun um hvort að halda eigi áfram með breytingu á skipulagi svæðisins.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jón Hjaltason óháður á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Jón Hjaltason óháður vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Hlynur Jóhannsson kynnti.