Bæjarráð

3845. fundur 17. apríl 2024 kl. 08:15 - 11:08 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Eimur - starfsemi 2024

Málsnúmer 2024040322Vakta málsnúmer

Ottó Elíasson framkvæmdastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti starfsemi Eims.
Bæjarráð þakkar Ottó Elíassyni framkvæmdastjóra Eims fyrir kynninguna.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028

Málsnúmer 2024040694Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2024 - greiningar- og þjálfunarheimili

Málsnúmer 2024030371Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 27. mars 2024:

Lögð fram að nýju beiðni um viðauka vegna greiningar- og þjálfunarheimilis.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki að fjárhæð kr. 26,2 milljónir vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

4.Félagssvæði KA - stúka, félagsaðstaða og völlur

Málsnúmer 2022110164Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 9. apríl 2024:

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar fyrir hönd Akureyrarbæjar óskaði eftir tilboðum í stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA í febrúar 2024. Um er að ræða byggingu stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA ásamt frágangi á lóð.

Aðeins barst eitt tilboð í verkið frá Húsheild/Hyrnu ehf. að upphæð kr. 2.091.475.435 eða 16,4% yfir kostnaðaráætlun hönnuða. Kostnaðaráætlun fyrir útboðsverk var kr. 1.796.279.102 með aukaverkum og var tilboð um 295 milljónir yfir áætlun.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir, fyrir sitt leyti, að hafna tilboðinu og að gengið verði til samninga við Húsheild/Hyrnu ehf. á grundvelli endurskoðaðs tilboðs og breyttra verkliða með fyrirvara um að þeir standist útboðskröfur. Heildarupphæð verksamnings verður þá kr. 1.892.159.779 eða án aukaverka kr. 1.780.559.779 og vísar niðurstöðu til afgreiðslu í bæjarráði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Húsheild/Hyrnu ehf. á grundvelli endurskoðaðs tilboðs og breyttra verkliða og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað eftirfarandi:

Það er miður að eina tilboðið sem barst í byggingu stúku og félagsaðstöðu á KA svæðinu sé yfir kostnaðaráætlun en geld varhugi við að spara í efniskostnaði. Í fjárfestingu upp á milljarða er nauðsynlegt að vanda til verka og lágmarka þannig líkur á því að upp komi kostnaðarsöm vandkvæði síðar meir.

5.Lystigarður - salerni

Málsnúmer 2023060069Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 9. apríl 2024:

Lagt fram minnisblað dagsett 8. apríl 2024 varðandi gjaldtöku vegna notkunar salerna í Lystigarðinum á Akureyri.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að breyta gjaldskrá vegna gjaldtöku á salernum í Lystigarðinum úr 1 evru í 300 kr. frá og með 1. maí 2024 og vísar gjaldskrárbreytingunni til afgreiðslu í bæjarráði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á gjaldskrá vegna gjaldtöku á salernum í Lystigarðinum.

6.Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032

Málsnúmer 2022110691Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. apríl 2024:

Lögð fram til kynningar drög að samkomulagi um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Akureyrarbæ á tímabilinu 2023-2032 og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða og félagslegs húsnæðis.

Að mati skipulagsráðs eru fyrirliggjandi drög í samræmi við samþykkta húsnæðisáætlun og vísar frekari umræðum um samninginn til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur formanni skipulagsráðs og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

7.Listasafnið á Akureyri - ráðning safnstjóra

Málsnúmer 2024040746Vakta málsnúmer

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs upplýsti um stöðu mála varðandi ráðningu safnstjóra Listasafnsins.

Sumarliði sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað.

8.Landshlutafundur Jafnréttisstofu með sveitarfélögum

Málsnúmer 2024040503Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. apríl 2024 frá Jafréttisstofu þar sem starfsfólki sveitarfélaga og kjörnum fulltrúum er boðið á landshlutafund Jafnréttisstofu á Húsavík, þriðjudaginn 7. maí kl. 10:30-12:00 á Fosshótel Húsavík.

Skráning og nánari upplýsingar: https://www.jafnretti.is/is/samfelag-og-vinnumarkadur/sveitastjornarmal/landshlutafundir-sveitarfelaganna

9.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-2024

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 297. fundar stjórnar Norðuorku sem haldinn var 26. mars síðastliðinn.

10.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2024

Málsnúmer 2024010315Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 62. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem haldinn var miðvikudaginn 3. apríl 2024.

Fundi slitið - kl. 11:08.