Bæjarráð

3857. fundur 15. ágúst 2024 kl. 08:15 - 11:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Elín Dögg Guðjónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Breytingar í nefndum - skipulagsráð

Málsnúmer 2024080394Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Jönu Salóme I. Jósepsdóttur V-lista um breytingu á skipan aðalmanns í skipulagsráði. Sóley Björk Stefánsdóttir verði aðalmaður í stað Sifjar Jóhannesar Ástudóttur.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir tillöguna.

2.Breytingar í nefndum - skipulagsráð

Málsnúmer 2024080380Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Jönu Salóme I. Jósepsdóttur V-lista um breytingu á skipan varamanns í skipulagsráði. Jana Salóme I. Jósepsdóttir verði varamaður í stað Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir tillöguna.

3.Breytingar í nefndum - fræðslu- og lýðheilsuráð

Málsnúmer 2024080482Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Hildu Jönu Gísladóttur S-lista um breytingu á skipan fulltrúa í fræðslu- og lýðheilsuráði. Sindri S. Kristjánsson verði varaáheyrnarfulltrúi í stað Ísaks Más Jóhannessonar.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir tillöguna.

4.Bjarg íbúðafélag - stofnframlög, uppbygging á Akureyri 2022-2026

Málsnúmer 2024080354Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 8. ágúst 2024 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun varðandi stofnframlag til Bjargs íbúðafélags vegna 32 íbúða við Langamóa 1-3 og 13-15. Stofnvirði íbúða skv. umsókn er kr. 1.591.646.593. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun óskar staðfestingar Akureyrarbæjar á veitingu stofnframlags til Bjargs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir stofnframlag til Bjargs íbúðafélags fyrir 28 íbúðir til samræmis við deiliskipulag sem heimilar 28 íbúðir við Langamóa 1-3 og 13-15.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Jón Hjaltason óháður óska bókað:

Við teljum að heppilegra hefði verið að hægt væri að samþykkja beiðni Bjargs íbúðafélags um 32 íbúðir, en ekki 28, líkt og meirihluti skipulagsráðs ákvað.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028 - forsendur og drög að fjárhagsramma

Málsnúmer 2024040694Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2025 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 með þremur atkvæðum.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá.

6.Listasafnið á Akureyri

Málsnúmer 2024080465Vakta málsnúmer

Málefni Listasafnsins á Akureyri rædd og kynnt.

Sigríður Örvarsdóttir safnstjóri Listasafnsins sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Sigríði Örvarsdóttur fyrir kynninguna og óskar henni velfarnaðar í starfi.

7.Gjaldskrár Akureyrarbæjar 2024

Málsnúmer 2023111106Vakta málsnúmer

Rætt um áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.
Á síðustu mánuðum hefur verið unnið að útfærslu á gjaldskrárbreytingum til samræmis við ákvörðun bæjarstjórnar frá 19. mars sl. en þar segir:

“Þrátt fyrir að skiptar skoðanir séu á því fyrirkomulagi sem lagt var til grundvallar aðkomu hins opinbera að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, þá er ljóst að niðurstaða um langtímasamninga hefur náðst og markmið þeirra um að stuðla að minnkun verðbólgu, lækkunar vaxta sem og að auka kaupmátt heimila í landinu er mikilvæg. Akureyrarbær mun því í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%. Einnig skuldbindur Akureyrarbær sig til þess að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sveitarfélagsins í samstarfi við ríkisvaldið og með fyrirliggjandi kostnaðarþátttöku þess, frá og með ágúst 2024 til loka samningstímans. Þá mun Akureyrarbær tryggja í húsnæðisáætlunum sínum og skipulagi nægt framboð byggingarsvæða og lóðir til skemmri og lengri tíma og hlutdeild í stofnkostnaði almennra íbúða, sem og að halda áfram því verkefni að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla".



Farið verður í breytingar á gjaldskrám í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar, sem munu taka gildi 1. september nk.

8.Ungmennaráð - endurskoðun samþykktar

Málsnúmer 2022090672Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri samþykkt fyrir ungmennaráð.

Karen Nóadóttir verkefnastjóri Barnvæns sveitarfélags og Hafsteinn Þórðarson verkstjóri vinnuskóla sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni og Hafsteini Þórðarsyni verkstjóra vinnuskóla að leggja endanlega samþykkt fyrir næsta fund bæjarráðs í samræmi við umræður á fundinum.

9.Stjórnsýslubreytingar 2024-2025 - seinni umræða

Málsnúmer 2024080126Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. ágúst 2024:

Kynnt var tillaga að breytingu á skipulagi þjónustu- og skipulagssviðs.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Halla M. Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.

Bæjarráð samþykkir að vísa stjórnsýslubreytingum til síðari umræðu í bæjarráði.


Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir stjórnsýslubreytingarnar.

10.Gjaldskrár fræðslu- og lýðheilsusviðs 2024

Málsnúmer 2023100054Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. ágúst 2024:

Gjaldskrár leikskólagjalda og skóla- og frístundagjalda sem taka gildi frá nýju skólaári voru lagðar fyrir ráðið til samþykktar. Leikskólagjaldskrá gildir frá 1. september 2024 og grunnskólagjaldskrá gildir frá 1. ágúst 2024.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.


Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til samþykktar í bæjarráði.

Gunnar Már Gunnarsson fulltrúi B-lista situr hjá.


Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárnar með þremur atkvæðum.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það er miður að lækkuð gjaldskrá taki ekki í gildi fyrir upphaf skóla, en þó gleðilegt að svo verði fljótlega, eða þann 1.september. Þó er vægast sagt óheppilegt að enn sé ekki á hreinu hvort að samkomulag hins opinbera og vinnumarkaðarins feli í sér að til standi að allt fæði og drykkur s.s. morgunverður, ávaxtaáskrift, mjólkuráskrift og síðdegishressing, verði gjaldfrjáls á þeim skólavetri sem senn er að hefjast, eða aðeins hádegisverður.

11.Gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur til foreldra 2024

Málsnúmer 2024080245Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. ágúst 2024:

Lögð var fram ný gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur sveitarfélagsins til foreldra samhliða nýjum kjarasamningi Einingar-Iðju og sveitarfélaga sem tók gildi 1. apríl 2024. Í þjónustusamningi við dagforeldra er kveðið á um að kjör þeirra breytist í samræmi við grunnlaunaflokk 121. Hækkun á honum nemur 5,313%. Sá kostnaðarauki hækkar niðurgreiðslu sveitarfélagsins til dagforeldra og gjöld foreldra um sama hlutfall.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.


Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til samþykktar í bæjarráði.


Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.

12.Bæjarstjórn - niðurfelling fundar

Málsnúmer 2024080562Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs leggur til að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar Akureyrarbæjar 3. september nk. verði felldur niður þar sem fyrirsjáanlegt er að engin aðkallandi mál muni liggja fyrir fundi. Næsti fundur bæjarstjórnar Akureyrarbæjar verður því 17. september 2024 kl. 16:00.

Í 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir: Sveitarstjórn er heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, enda sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi sveitarstjórnar á undan.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir að fella niður reglulegan fund bæjarstjórnar 3. september nk.

13.Hjúkrunarheimilið Hlíð - húsnæðismál

Málsnúmer 2023031362Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samkomulag Akureyrarbæjar og Ríkissjóðs Íslands vegna hjúkrunarheimilisins Hlíðar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 11:15.