Tryggvabraut - deiliskipulag

Málsnúmer 2018040295

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 290. fundur - 02.05.2018

Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði til að hafin verði vinna við deiliskipulag Tryggvabrautar og svæðisins að Glerá.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Skipulagsráð - 295. fundur - 11.07.2018

Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2018 var samþykkt að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á svæði milli Tryggvabrautar og Glerár. Nú liggur fyrir lýsing deiliskipulags sem unnin er af Eflu fyrir svæði norðan Tryggvabrautar milli Þórsstígs og Hjalteyrargötu. Þegar lýsingin hefur fengið lögbundna meðferð er gert ráð fyrir að sameina deiliskipulagsvinnu þessa svæðis við gerð deiliskipulags sem hefur verið í gangi fyrir gatnamót Glerárgötu og Tryggvabrautar og svæðis að Þórsstíg. Þegar hefur verið kynnt skipulagslýsing fyrir það svæði.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð - 3603. fundur - 19.07.2018

20. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. júlí 2018:

Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2018 var samþykkt að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á svæði milli Tryggvabrautar og Glerár. Nú liggur fyrir lýsing deiliskipulags sem unnin er af Eflu fyrir svæði norðan Tryggvabrautar milli Þórsstígs og Hjalteyrargötu. Þegar lýsingin hefur fengið lögbundna meðferð er gert ráð fyrir að sameina deiliskipulagsvinnu þessa svæðis við gerð deiliskipulags sem hefur verið í gangi fyrir gatnamót Glerárgötu og Tryggvabrautar og svæðis að Þórsstíg. Þegar hefur verið kynnt skipulagslýsing fyrir það svæði.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 301. fundur - 26.09.2018

Lögð fram að lokinni kynningu lýsing deiliskipulags vegna stækkunar deiliskipulagssvæðis fyrir athafnasvæði norðan Tryggvabrautar. Var lýsingin kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga með auglýsingu sem birtist 15. ágúst sl. auk þess sem hún var send umsagnaraðilum og hagsmunaaðilum á svæðinu. Fyrir liggur umsögn frá Vegagerðinni dagsett 10. september, Norðurorku dagsett 4. september auk athugasemda frá Höldi ehf. dagsettar 29. ágúst 2018. Þá liggur einnig fyrir tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dagsettur 29. ágúst þar sem ekki er gerð athugasemd við lýsinguna.
Athugasemdum og umsögnum er vísað í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Skipulagsráð - 313. fundur - 10.04.2019

Unnið hefur verið að gerð deiliskipulags fyrir svæði sem nær til Tryggvabrautar milli Hjalteyrargötu og Glerárgötu og athafnasvæðis norðan hennar að Glerá. Er deiliskipulagið unnið í samvinnu Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar. Skipulagsráðgjafi er Efla verkfræðistofa.

Bergþóra Kristinsdóttir hjá Eflu fór yfir og kynnti kosti sem verið er að skoða varðandi útfærslu Tryggvabrautar og gatnamóta við annars vegar Glerárgötu/Hörgárbraut og hins vegar gatnamót við Hjalteyrargötu.

Einnig mættu á fundinn Margrét Silja Þorkelsdóttir og Rúna Ásmundsdóttir frá Vegagerðinni, Jóhanna Helgadóttir frá Eflu og Jónas Valdimarsson frá umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar og tóku þau þátt í umræðum um málið.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 319. fundur - 10.07.2019

Unnið hefur verið að gerð deiliskipulags fyrir svæði sem nær til Tryggvabrautar milli Hjalteyrargötu og Glerárgötu og athafnasvæðis norðan hennar að Glerá. Er deiliskipulagið unnið í samvinnu Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar. Á fundi skipulagsráðs 10. apríl 2019 voru kynntir nokkrir kostir varðandi útfærslu Tryggvabrautar og þriggja gatnamóta sem á henni eru. Er gerð grein fyrir þessum kostum í meðfylgjandi skýrslu Eflu verkfræðistofu sem dagsett er 5. apríl 2019. Kemur þar m.a. fram að það sé mat ráðgjafa að hringtorgalausnir á gatnamótum hafi fleiri kosti en ljósastýrð gatnamót og að ákjósanlegast sé að gera ráð fyrir tvístefnu hjólastíg sunnan Tryggvabrautar frekar en einstefnu hjólastígum beggja vegna götunnar.
Frestað.

Skipulagsráð - 321. fundur - 28.08.2019

Lögð fram að nýju skýrsla Eflu verkfræðistofu sem dagsett er 5. apríl 2019 varðandi mat á útfærslu Tryggvabrautar og þriggja gatnamóta sem á henni eru. Er skýrslan hluti af vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Tryggvabraut og athafnasvæði norðan hennar að Glerá.

Margrét Silja Þorkelsdóttir og Rúna Ásmundsdóttir hjá Vegagerðinni og Jónas Valdimarsson, verkefnastjóri hönnunar, sátu fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar gestunum fyrir kynningu á verkefninu.

Skipulagsráð samþykkir að við áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins skuli miða við hringtorgalausnir á gatnamótum og tvístefnu hjólastíg sunnan megin við Tryggvabraut.

Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Skipulagsráð - 336. fundur - 13.05.2020

Lagt fram til kynningar minnisblað Eflu verkfræðistofu dagsett 16. apríl 2020 þar sem sett er fram tillaga að deiliskipulagi lóða norðan Tryggvabrautar.

Skipulagsráð - 360. fundur - 09.06.2021

Lögð fram fyrstu drög að deiliskipulagi Tryggvabrautar og atvinnusvæðis norðan hennar.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna deiliskipulagsdrögin fyrir hagsmunaaðilum við Tryggvabraut.

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut. Kynningu á tillögunni lauk þann 15. ágúst sl.

Fjórar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku, umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar, Minjastofnun Íslands og Hafnasamlagi Norðurlands.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Skipulagsráð - 388. fundur - 28.09.2022

Lögð fram tillaga á vinnslustigi frá Eflu verkfræðistofu að deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar. Kynningu á tillögunni lauk þann 15. ágúst sl.

Fjórar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku, umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar, Minjastofnun Íslands og Hafnasamlagi Norðurlands.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. september sl. og var afgreiðslu þess frestað til næsta fundar ráðsins.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með breytingum sem fram koma í meðfylgjandi skjali. Þá leggur skipulagsráð til við nafnanefnd að hún leggi fram tillögur að heiti á götu sem merkt er A-stígur á skipulagsuppdrætti.

Bæjarstjórn - 3516. fundur - 04.10.2022

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. september 2022:

Lögð fram tillaga á vinnslustigi frá Eflu verkfræðistofu að deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar. Kynningu á tillögunni lauk þann 15. ágúst sl. Fjórar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku, umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar, Minjastofnun Íslands og Hafnasamlagi Norðurlands. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. september sl. og var afgreiðslu þess frestað til næsta fundar ráðsins.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með breytingum sem fram koma í meðfylgjandi skjali. Þá leggur skipulagsráð til við nafnanefnd að hún leggi fram tillögur að heiti á götu sem merkt er A-stígur á skipulagsuppdrætti.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tók til máls Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að framlögð tillaga verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Auglýsingu tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar lauk þann 28. nóvember sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá Vegagerðinni og er hún lögð fram nú auk tillögu nafnanefndar að heiti á nýrri götu innan deiliskipulagssvæðisins.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem lagðar eru til í umsögn Vegagerðarinnar.

Skipulagsráð samþykkir að ný gata innan deiliskipulagssvæðisins fái heitið Hvannastígur.

Bæjarstjórn - 3521. fundur - 20.12.2022

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. desember 2022:

Auglýsingu tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar lauk þann 28. nóvember sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá Vegagerðinni og er hún lögð fram nú auk tillögu nafnanefndar að heiti á nýrri götu innan deiliskipulagssvæðisins.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem lagðar eru til í umsögn Vegagerðarinnar.

Skipulagsráð samþykkir að ný gata innan deiliskipulagssvæðisins fái heitið Hvannastígur.

Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem lagðar eru til í umsögn Vegagerðarinnar.