Málsnúmer 2022090772Vakta málsnúmer
Umræða um stuðning við starfsemi Frú Ragnheiðar á Akureyri.
Málshefjandi var Hilda Jana Gísladóttir sem óskaði eftir svofelldri bókun:
Frú Ragnheiður er samfélagslega þarft verkefni sem þjónustar einstaklinga með erfiðan fíknivanda, veitir heilbrigðisaðstoð, sálrænan stuðning og nálaskiptaþjónustu. Bæjarstjórn telur mikilvægt að samningar við Sjúkratryggingar Íslands náist um verkefnið til framtíðar. Bæjarstjórn telur jafnframt að Akureyrarbær, auk annarra sveitarfélaga í Eyjafirði ættu að koma samhliða að stuðningi við starfsemina.
Í umræðum tóku til máls Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Hlynur Jóhannesson, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Gunnar Líndal Sigurðsson og Lára Halldóra Eiríksdóttir.