Málsnúmer 2017030536Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 24. mars 2017 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um heimild til að deiliskipuleggja lóðir í landi Hálanda. Skipulagslýsing var auglýst þann 10. maí 2017. Innkomnum ábendingum var vísað í vinnslu deiliskipulagsins.
Tillaga að deiliskipulagi er dagsett 12. mars 2018 og unnin af Halldóri Jóhannssyni hjá Teikn, ráðgjöf og hönnun. Drög að deiliskipulagi voru kynnt og óskað eftir umsögnum í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 5. apríl 2018. Drög voru aðgengileg á heimasíðu Akureyrarbæjar og í þjónustuanddyri. Auglýsing birtist í Dagskránni þann 11. apríl 2018.
Sjö ábendingar og umsagnir bárust, auk einnar sem barst eftir að athugasemdafresti lauk.
Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 18. apríl 2018. - Lögð fram ný gögn þar sem skipulagi hótels er frestað.
Formaður bar upp ósk um að liður 9 í útsendri dagskrá, Gatnagerðargjöld - endurskoðun, verði tekinn af dagskrá og var það samþykkt.