Bæjarráð

3603. fundur 19. júlí 2018 kl. 08:15 - 09:54 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

Í upphafi fundar bauð formaður Láru Halldóru Eiríksdóttur velkomna á hennar fyrsta fund í bæjarráði.

1.Skemmtiferðaskip á Akureyri - mengun

Málsnúmer 2017090001Vakta málsnúmer

Rætt um mælingar á mengun frá skemmtiferðaskipum.

Fjallað var um málið í bæjarstjórn 5. september 2017 og samþykkt að fela umhverfis- og mannvirkjasviði að afla frekari gagna um mengun frá skipum í Akureyrarhöfn.

Pétur Ólafsson hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og lagði fram minnisblað verkfræðistofunnar Eflu um niðurstöður loftgæðamælinga Umhverfisstofnunar á Akureyri frá mars 2018 til 11. júlí 2018.
Bæjarráð þakkar Pétri fyrir yfirferðina og leggur áherslu á að bæjarbúar verði reglulega upplýstir um niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar á heimasíðu sveitarfélagsins.

2.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2018

Málsnúmer 2018040257Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til maí 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Lækjargata 13 - lóð boðin til kaups

Málsnúmer 2018060307Vakta málsnúmer

13. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. júlí 2018:

Á fundi bæjarráðs þann 21. júní sl. var tekið fyrir erindi dagsett 14. júní 2018 frá Matthildi Ágústsdóttur þar sem hún lýsir yfir áhuga á að leggja lóðina Lækjargötu 13 inn til Akureyrarbæjar ef semst um lóðarverð. Var samþykkt að vísa erindinu til umsagnar skipulagsráðs. Jafnframt að kanna hver staðan sé við vinnu vegna stefnu um uppkaup eigna sem á að færa eða rífa.

Skipulagsráð mælir með að lóðin Lækjargata 13 verði keypt ef semst um lóðarverð.

Vinna vegna stefnumótunar um uppkaup eigna sem þyrfti að færa eða rífa hefur ekki farið af stað enn sem komið er. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði sett af stað á næstu mánuðum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við bréfritara. Jafnframt er skipulagsráði falið að setja af stað vinnuhóp vegna verklagsreglna um uppkaup á eignum sem þarf að færa eða rífa.

4.Jafnréttisstefna 2015-2019

Málsnúmer 2015060217Vakta málsnúmer

10. liður í fundargerð frístundaráðs dagsettri 27. júní 2018:

Uppfærð jafnréttisstefna m.t.t. stjórnsýslubreytinga sem urðu á árinu 2017, lögð fram til samþykktar.

Frístundaráð samþykkir uppfærða jafnréttisstefnu.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir uppfærða jafnréttisstefnu.

5.Hverfisnefndir samþykkt - endurskoðun 2018

Málsnúmer 2018070413Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á Samþykkt fyrir hverfisnefndir á Akureyri. Breytingarnar eru tilkomnar vegna stjórnsýslubreytinga innan bæjarkerfisins á árinu 2017.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

6.Óseyri 33 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hreinsistöð

Málsnúmer 2017020126Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. júlí 2018:

Erindi dagsett 2. júlí 2018 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um undanþágu frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi vegna óverulegra frávika á hæð byggingar fyrir hreinsistöð á lóð nr. 33 við Óseyri. Meðfylgjandi er teikning eftir Gísla Kristinsson.

Með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsráð að um svo óverulegt frávik sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að frávikið verði samþykkt.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

7.Hálönd - umsókn um heimild til deiliskipulags

Málsnúmer 2017030536Vakta málsnúmer

17. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. júlí 2018:

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi 3. áfanga Hálanda í landi Hlíðarenda. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga þann 16. maí 2018 með athugasemdafresti til 27. júní 2018. Engin athugasemd barst.

Á kynningartíma bárust nýjar umsagnir frá Vegagerðinni dagsett 26. júní 2018, Minjastofnun Íslands dagsett 5. júní 2018 og Norðurorku dagsett 27. júní 2018.

Er tillagan nú lögð fram með eftirfarandi breytingum frá auglýstri tillögu:

1. Gögn lagfærð með vísun í nýstaðfest aðalskipulag.

2. Bætt er við kvöð um lagnir í gegnum lóðir austast á skipulagssvæðinu (lóðir 6 og 8 í götu G1) sbr. umsögn Norðurorku.

3. Merking mögulegra fornleifa fjarlægð sbr. umsögn Minjastofnunar.

4. Tvær lóðir við götu G2 færast að götu G3. Númer lóða við götu G2 og G3 breytast til samræmis.

5. Leiksvæði við götu G3 færist til suðurs að enda götunnar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið með ofangreindum breytingum verði samþykkt og feli sviðsstjóra skipulagssviðs að annast gildistöku þess.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

8.Tryggvabraut - deiliskipulag

Málsnúmer 2018040295Vakta málsnúmer

20. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. júlí 2018:

Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2018 var samþykkt að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á svæði milli Tryggvabrautar og Glerár. Nú liggur fyrir lýsing deiliskipulags sem unnin er af Eflu fyrir svæði norðan Tryggvabrautar milli Þórsstígs og Hjalteyrargötu. Þegar lýsingin hefur fengið lögbundna meðferð er gert ráð fyrir að sameina deiliskipulagsvinnu þessa svæðis við gerð deiliskipulags sem hefur verið í gangi fyrir gatnamót Glerárgötu og Tryggvabrautar og svæðis að Þórsstíg. Þegar hefur verið kynnt skipulagslýsing fyrir það svæði.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

9.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - framtíðaruppbygging

Málsnúmer 2018070458Vakta málsnúmer

Rætt um framtíðaruppbyggingu Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.
Málinu frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.

10.Akureyrarflugvöllur - aðflugsbúnaður

Málsnúmer 2018020138Vakta málsnúmer

Rætt um aðflugsbúnað á Akureyrarflugvelli og aðstöðu fyrir flugfarþega í tengslum við millilandaflug.
Bæjarráð harmar þá stöðu sem uppsetning á ILS aðflugsbúnaði við Akureyrarflugvöll er komin í. Frekari tafir á uppsetningu búnaðarins geta haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir starfsemi ferðaþjónustu á Akureyri og Norðurlandi öllu. Bæjarráð skorar á ríkisvaldið ásamt ISAVIA að hefja framkvæmdir án frekari tafa og efna þannig áður gefin loforð.

Þá skipar bæjarráð Höllu Björk Reynisdóttur og Hlyn Jóhannsson sem fulltrúa Akureyrarbæjar í starfshóp um aðstöðu fyrir flugfarþega í tengslum við millilandaflug og óskar eftir að Markaðsstofa Norðurlands og Akureyrarflugvöllur skipi fulltrúa í starfshópinn.

11.Beiðni um aðgang að upplýsingum hjá Akureyrarbæ - stjórnendahandbók Akureyrarbæjar.

Málsnúmer 2017040034Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 744/2018 vegna beiðni um aðgang að upplýsingum úr stjórnendahandbók Akureyrarbæjar.

Úrskurðinn má nálgast á eftirfarandi slóð: https://www.stjornarradid.is/gogn/urskurdir-og-alit-/stakur-urskurdur/2018/07/05/744-2018.-Urskurdur-fra-27.-juni-2018/
Bæjarráð leggur áherslu á að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu sveitarfélagsins og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna að því að tryggja aðgengi almennings að þeim upplýsingum sem hann á rétt á, á heimasíðu sveitarfélagsins.

12.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 118. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 2. júlí 2018.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar liðum 1, 2, 4 og 5 til umhverfis- og mannvirkjaráðs. Liður 3 er lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:54.