Málsnúmer 2017020126Vakta málsnúmer
5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. júlí 2018:
Erindi dagsett 2. júlí 2018 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um undanþágu frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi vegna óverulegra frávika á hæð byggingar fyrir hreinsistöð á lóð nr. 33 við Óseyri. Meðfylgjandi er teikning eftir Gísla Kristinsson.
Með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsráð að um svo óverulegt frávik sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að frávikið verði samþykkt.
Í upphafi fundar bauð formaður Láru Halldóru Eiríksdóttur velkomna á hennar fyrsta fund í bæjarráði.