Málsnúmer 2021062236Vakta málsnúmer
Lögð fram að nýju tillaga AVH verkfræðistofu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri. Í breytingunni felst eftirfarandi:
- Skipulagsmörk færast til austurs að Dalsbraut.
- Á svæði norðan Norðurslóðar, merkt reitur C, er afmarkaður byggingarreitur fyrir allt að 8.600 m² skrifstofuhúsnæði.
- Á svæði meðfram Dalsbraut eru afmarkaðar þrjár lóðir, merktar D, E og F, fyrir uppbyggingu stúdentagarða, samtals allt að 7.600 m², fyrir einstaklingsherbergi með sameiginlegri aðstöðu, stúdíó- og tveggja herbergja íbúðir.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9. nóvember sl. þar sem afgreiðslu var frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur um framhald málsins.
Nú liggur fyrir minnisblað Félagsstofnunar stúdenta varðandi málið.