Málsnúmer 2021050949Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn Ómars Ívarssonar dagsett 3. júní 2021, f.h. Fallorku, um leyfi til að setja upp tvær 6 kW vindmyllur í Grímsey sem tilraunaverkefni í eitt ár til prufu. Möstrin eru 9 m á hæð og spaðarnir 5,6 m í þvermál og er hæsti punktur frá jörðu því tæplega 12 m. Verða vindmyllurnar reistar á svæði sem í aðalskipulagi er skilgreint sem athafnasvæði þar sem fyrir eru fjarskiptamöstur og tæknibúnaður í eigu Mílu og Neyðarlínunnar. Ef vel gengur er gert ráð fyrir að setja upp samtals allt að 6 vindmyllur en ef ákveðið verður að fara ekki lengra með verkefnið tekur einn dag að taka þær niður án sjánlegs rasks á landi.