Málsnúmer 2019070195Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 1. júlí 2019 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um heimild til breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Geirþrúðarhaga. Sótt er um hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,770 í 0,850, þannig að byggingarmagn verði 1.540 fermetrar. Einnig er óskað eftir að svalir íbúða megi fara 1,9 m út fyrir byggingarreit í stað 1,6 m, að byggingarreitur stigahúss stækki um 0,6 m og að bílastæðum verði fjölgað um 6 og verði alls 23. Verður sett snjóbræðslulögn í gangstétt meðfram bílastæðum. Gert er ráð fyrir allt að 19 íbúðum í húsinu. Þá er bent á að æskilegt væri að færa byggingarreit bílakjallara á lóð Kjarnagötu 57 fjær lóðarmörkum þannig að hann verði í t.d. 4 m fjarlægð í stað 0,5 m. Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Harald Árnason.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Arnfríðar Kjartansdóttur.