Skipulagsráð

319. fundur 10. júlí 2019 kl. 08:00 - 11:25 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Orri Kristjánsson
  • Ólafur Kjartansson
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista mætti í forföllum Ólafar Ingu Andrésdóttur.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Arnfríðar Kjartansdóttur.

1.Oddeyri - deiliskipulag athafnasvæðis neðan Hjalteyrargötu

Málsnúmer 2018030400Vakta málsnúmer

Unnið hefur verið að undirbúningi að lýsingu deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Laufásgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri og á fundi skipulagsráðs þann 26. júní sl. voru kynntar nokkrar útfærslur að mögulegri uppbyggingu á svæðinu. Nú er lögð fram tillaga þróunaraðila að uppbyggingu sem nær eingöngu yfir svæði sem nær að Kaldbaksgötu en ekki austur að Laufásgötu. Er í tillögunni gert ráð fyrir að á þessu svæði verði byggð allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús með atvinnustarfsemi ásamt bílastæðahúsi á neðstu hæð.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að setja í gang vinnu við gerð breytingar á gildandi deiliskipulagi á svæði sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri sem taki mið af fyrirliggjandi tillögu. Er sviðsstjóra jafnframt falið að undirbúa gerð breytingar á aðalskipulagi til samræmis.

Ólafur Kjartansson V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

2.Tryggvabraut - deiliskipulag

Málsnúmer 2018040295Vakta málsnúmer

Unnið hefur verið að gerð deiliskipulags fyrir svæði sem nær til Tryggvabrautar milli Hjalteyrargötu og Glerárgötu og athafnasvæðis norðan hennar að Glerá. Er deiliskipulagið unnið í samvinnu Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar. Á fundi skipulagsráðs 10. apríl 2019 voru kynntir nokkrir kostir varðandi útfærslu Tryggvabrautar og þriggja gatnamóta sem á henni eru. Er gerð grein fyrir þessum kostum í meðfylgjandi skýrslu Eflu verkfræðistofu sem dagsett er 5. apríl 2019. Kemur þar m.a. fram að það sé mat ráðgjafa að hringtorgalausnir á gatnamótum hafi fleiri kosti en ljósastýrð gatnamót og að ákjósanlegast sé að gera ráð fyrir tvístefnu hjólastíg sunnan Tryggvabrautar frekar en einstefnu hjólastígum beggja vegna götunnar.
Frestað.

3.Glerárskóli - deiliskipulag

Málsnúmer 2018050142Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Kollgátu ehf., f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, að deiliskipulagi fyrir lóð Glerárskóla. Er í deiliskipulaginu m.a. afmarkaður byggingarreitur fyrir nýjan leikskóla með tengingu við suðurhlið núverandi íþróttahúss. Þá er gert ráð fyrir breytingum á núverandi bílastæðum auk nýrra bílastæða á suðvesturhluta svæðisins, með aðgengi frá Drangshlíð.

Á fundinn komu Ingólfur Freyr Guðmundsson frá Kollgátu og Tómas Björn Hauksson frá umhverfis- og mannvirkjasviði og gerðu grein fyrir tillögunni.
Skipulagsráð þakkar Ingólfi og Tómasi fyrir kynninguna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn/bæjarráð að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um minniháttar lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagssvið. Samhliða verði auglýst breyting á aðalskipulagi svæðisins og breytingar á afmörkun deiliskipulags Hlíðahverfis - suðurhluta og Glerárgils - neðsta hluta.

Er skipulagssviði falið að senda tillöguna til umsagnar Íþróttafélagsins Þórs, hverfisnefndar Holta- Hlíðahverfis, Norðurorku og Minjastofnunar.

4.Efnistaka við Glerárós - ákvörðun um matsskyldu

Málsnúmer 2019060109Vakta málsnúmer

Lagður fram töluvpóstur frá Skipulagsstofnun, dagsettur 25. júní 2019, þar sem fram kemur að stofnunin telji að fyrirhuguð efnistaka við Glerárós kalli á breytingu á aðalskipulagi.
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg og samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að láta útbúa breytingu á aðalskipulagi í samræmi við það.

5.Þingvallastræti 31 - umsókn um niðurrif og endurbyggingu

Málsnúmer 2018060096Vakta málsnúmer

Lagðar fram að lokinni grenndarkynningu tillöguteikningar Kollgátu að nýju 216 m² íbúðarhúsi með bílskúr á lóðinni Þingvallastræti 31. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 12. apríl 2019 með fresti til 13. maí 2019 til að gera athugasemdir. Ein athugasemd barst á kynningartíma þar sem fram koma þær áhyggjur að framkvæmdir á lóð 31 geti haft neikvæð áhrif á nærliggjandi lóðir, t.d. jarðvegssig.
Skipulagsráð samþykkir að byggt verði íbúðarhús í samræmi við fyrirliggjandi gögn og vísar afgreiðslu umsóknar um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa. Varðandi innkomna athugasemd þá er það sett sem skilyrði að gerðar verði hæðarmælingar á nánasta umhverfi lóðarinnar áður en framkvæmdir hefjast og að framvæmdaraðili verði að haga grundun hússins á þann veg að það hafi ekki áhrif á aðliggjandi lóðir.

6.Eyrarlandsvegur 31 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019050172Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Eyrarlandsveg 31 sem felur í sér að heimilt verður að rífa núverandi hús og byggja nýtt allt að 250 m² hús í staðinn. Þar sem í gildi er hverfisvernd sem nær til lóða 27-35 er í skilmálum kveðið á um að nýtt hús verði að taka mið af útliti núverandi húss og falli inn í götumyndina. Þá er gert ráð fyrir að heimilt verði að gera bílastæði á lóðinni með aðkomu frá Barðstúni. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 24. maí 2019 með fresti til að gera athugasemdir til 25. júní 2019, auk þess sem óskað var umsagnar Minjastofnunar og Minjasafns Akureyrar.

Tvær athugasemdir bárust á kynningartíma auk umsagnar frá Minjastofnun Íslands.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja viðbrögð umsækjanda við fyrirliggjandi athugasemdum og umsögn Minjastofnunar.

7.Oddeyrarbót 1 - umsókn um tímabundið byggingarleyfi fyrir aðstöðuhús

Málsnúmer 2019060525Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 21. júní 2019 þar sem Halldór Áskelsson fyrir hönd Halldórs Áskelssonar ehf., kt. 610208-1690, sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi, 20 feta gámi, á lóðinni nr. 1 við Oddeyrarbót. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð samþykkir að veita stöðuleyfi til 1. nóvember 2019. Nánari staðsetning verði í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs.

Jafnframt felur skipulagsráð sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda sem og aðra lóðarhafa á svæðinu um framtíðaruppbyggingu með það að markmiði að varanleg mannvirki komi í staðinn fyrir þau tímabundnu sem risið hafa.

8.Bílaklúbbur Akureyrar - drenun svæðis

Málsnúmer 2018010434Vakta málsnúmer

Ólafur Kjartansson V-lista hefur óskað eftir umræðu um framkvæmdir vegna flóðavarna á bílaklúbbssvæðinu og áætlun um að grafa skurð þvert á hlíðina. Er lagt fram minnisblað Eflu um ofanvatnsmál Bílaklúbbs Akureyrar dagsett 16. febrúar 2018 og minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs um forgangsröðun aðgerða.
Umræður. Skipulagsráð vísar málinu til samráðsfunda skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

9.Aksturssvæði við Hlíðarfjallsveg - umgengni vélhjólamanna KKA

Málsnúmer 2018120029Vakta málsnúmer

Ólafur Kjartansson V-lista óskaði eftir umræðu um hver staðan væri á gildandi skipulagi og leyfum KKA til að nota ofanvert Torfnagil og móana milli gilsins og Hlíðarfjallsvegar sem endurosvæði.
Skipulagsráð hvetur til þess að vinnu við gerð lóðarleigusamninga við KKA, BA og Skotfélag Akureyrar verði lokið við fyrsta tækifæri.

10.Tryggvabraut 18 - fyrirspurn um breytta notkun á 2. og 3. hæð

Málsnúmer 2019050538Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, fyrirspurn G. Odds Víðissonar arkitekts dagsett 24. maí 2019, f.h. Festi hf., kt. 540206-2010, um hvort heimilt verði að koma fyrir allt að 10 hótelíbúðum á 2. og 3. hæð Tryggvabrautar 18 fyrir skammtímaleigu. Áfram yrði gert ráð fyrir verslun á jarðhæð. Var fyrirspurnin grenndarkynnt með bréfi dagsettu 5. júní 2019 með fresti til 4. júlí 2019 til að gera athugasemdir.
Skipulagsráð samþykkir að heimila breytingu á 2. og. 3. hæð Tryggvabrautar í allt að 10 hótelíbúðir og vísar afgreiðslu byggingarleyfis til byggingarfulltrúa.

11.Tryggvabraut 14 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2019060500Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi móttekið 24. júní 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um byggingarleyfi fyrir innanhússbreytingum á Tryggvabraut 14 auk þess sem gert er ráð fyrir dæluskúr austan við húsið. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Fyrir liggur að lóðarhafi og leigutaki Tryggvabrautar 16 gerir ekki athugasemd við byggingu dæluskúrsins.
Að mati skipulagsráðs er umsóknin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar sbr. ákvæði 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga og ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er talið að framkvæmdin komi til með að hafa áhrif á aðra en umsækjendur auk þess sem fyrir liggur að lóðarhafi og leigutaki Tryggvabrautar 16 gerir ekki athugasemd við umsóknina. Er afgreiðslu á umsókn um byggingarleyfi vísað til byggingarfulltrúa

12.Geirþrúðarhagi 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019070195Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2019 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um heimild til breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Geirþrúðarhaga. Sótt er um hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,770 í 0,850, þannig að byggingarmagn verði 1.540 fermetrar. Einnig er óskað eftir að svalir íbúða megi fara 1,9 m út fyrir byggingarreit í stað 1,6 m, að byggingarreitur stigahúss stækki um 0,6 m og að bílastæðum verði fjölgað um 6 og verði alls 23. Verður sett snjóbræðslulögn í gangstétt meðfram bílastæðum. Gert er ráð fyrir allt að 19 íbúðum í húsinu. Þá er bent á að æskilegt væri að færa byggingarreit bílakjallara á lóð Kjarnagötu 57 fjær lóðarmörkum þannig að hann verði í t.d. 4 m fjarlægð í stað 0,5 m. Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Harald Árnason.
Skipulagsráð telur ekki æskilegt að minnka byggingarreit bílakjallara á lóð Kjarnagötu 57 og vegna nálægðar við hann er ekki samþykkt að hækka nýtingarhlutfall á lóðinni Geirþrúðarhaga 1.


Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting sem varðar svalir, stigahús og stækkun bílastæða til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga að mati ráðsins og er ekki talin þörf á að grenndarkynna hana með vísun í heimild 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Er skipulagssviði falið að annast gildistöku breytingarinnar þegar endanleg gögn liggja fyrir frá umsækjanda.

13.Klettaborg 5 og 7 - umsókn um breytingu á lóðamörkum

Málsnúmer 2019070185Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2019 þar sem eigendur Klettaborgar 5, Ragnheiður Runólfsdóttir og Klettaborgar 7, Svala Jónsdóttir og Birkir Hreinsson sækja um breytingar á lóðamörkum í samræmi við meðfylgjandi samkomulag.

Einnig sækja Svala og Birkir um að ljósastaur sem staðsettur er á milli húsanna verði tekinn niður eða færður, þannig að stækkun lóðar geti nýst sem bílaplan.
Skipulagsráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi samkomulag um lóðamörk. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en þar sem ekki er talið að hún hafi áhrif á aðra en umsækjendur er ekki þörf á að grenndarkynna hana með vísun í 2. tl. 3. mgr. 44. gr. laganna. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að annast gildistöku breytingarinnar þegar fullunninn uppdráttur berst frá umsækjendum. Ákvörðun um færslu ljóstastaurs er vísað til skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

14.Skipulagssvið - skýrslur

Málsnúmer 2018120041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt um hlutfall yfirvinnu af dagvinnu í júní 2019 samanborið við júní 2018 og árin 2013-2017.

15.Jafnréttisstefna - skipan þróunarleiðtoga

Málsnúmer 2018110171Vakta málsnúmer

Samkvæmt Jafnréttistefnu Akureyrarbæjar skal hvert ráð velja sér þróunarleiðtoga jafnréttismála sem hefur m.a. það hlutverk að vera formlegur málsvari kynjasamþættingar í starfi viðkomandi ráðs. Helgi Snæbjarnarson hefur verið þróunarleiðtogi en þar sem hann er ekki lengur í skipulagsráði þarf að skipa nýjan.
Skipulagsráð skipar Orra Kristjánsson S-lista sem þróunarleiðtoga ráðsins.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 728. fundar, dagsett 20. júní 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 729. fundar, dagsett 28. júní 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:25.