Málsnúmer 2019060109Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að afmarkað er svæði fyrir efnistöku við Glerárósa. Er tillagan unnin til samræmis við erindi Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, um allt að 49.900 rúmmetra efnistöku af hafsbotni við Glerárós, framkvæmd sem er tilkynningarskyld skv. lið 2.04 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 106/2000. Fyrir liggur umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands dagsett 10. júlí 2019 þar sem fram kemur að ekki er talið að framkvæmdin hafi umtalsverð umhverfisáhrif. Óskað var umsagnar Umhverfisstofnunar og Fiskistofu í byrjun júlí en þær umsagnir hafa enn ekki borist.