Skipulagsstjóri lagði til við skipulagsnefnd að breyting verði gerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs, samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss, og framtíðarsvæði fyrir kastíþróttir verði skilgreint. Tillagan er dagsett 5. janúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt. Skipulagsráð samþykkti að fyrirliggjandi drög yrðu kynnt íþróttafélögunum á svæðinu og óskað var eftir skriflegri umsögn þeirra.
Umsagnir hafa borist frá fimm aðilum.
1) Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis, dagsett 1. febrúar 2017.
Tvær spurningar kom upp við skoðun tillögunnar:
a) Hvernig verður öryggi gangandi vegfarenda meðfram nýja kastsvæðinu tryggt?
b) Hlið er bak við Bogann næst Melgerðisásnum og er það hlið alltaf lokað. Verður opnun þessa hliðs breytt?
Vel er tekið í að innkeyrsla að Boganum verði færð úr Skarðshlíð.
Óskað var eftir umsögn hverfisnefndar á skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar 8. september 2016 en nefndin svaraði því ekki fyrr en nú.
Mótmælt er að byggt verði fleiri hús en nú eru á reit 1.33.17 Íb.
2) Ungmennafélag Akureyrar, dagsett 31. janúar 2017.
UFA samþykkir breytingu á núverandi kastsvæði til þéttinar íbúðabyggðar. Ítrekað er að nýtt kastsvæði verði tilbúið áður en það gamla verður tekið undir byggð. Óskað er eftir, í samráði við Þór, að nýtt kastsvæði verði byggt upp við suðausturenda svæðisins, austan við knattspyrnuvöllinn.
3) Íþróttabandalag Akureyrar, dagsett 31. janúar 2017.
Mikilvægt er að nýtt kastsvæði verði tilbúið áður en núverandi kastsvæði fer undir byggð. ÍBA tekur undir hugmyndir Þórs og UFA um uppbyggingu nýs kastsvæðis við suðausturenda félagssvæðis Þórs.
4) Íþróttafélagið Þór, dagsett 31. janúar 2017.
Mögulegt er að koma kastsvæði fyrir í suðaustur horni svæðis Þórs, við hlið gervigrasvallar sem er á lóð Glerárskóla. Með þeirri útfærslu er hægt að halda svæði milli Bogans og Skarðshlíðar óbreyttu, þannig er möguleikanum á að þar komi bílastæði seinna meir haldið opnum.
Til þess að þetta sé hægt þarf að breyta ökuleiðinni meðfram Boganum að sunnanverðu, eða leggja hana af, og fylla eitthvað í svæðið þannig að tveir fótboltavellir komist þar fyrir ásamt kastsvæðinu.
5) Frístundaráð, dagsett 9. febrúar 2017.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Lagður fram uppfærður uppdráttur til samræmis við umsagnir íþróttafélaganna dagsettur 13. febrúar 2017 og unninn af Gísla Kristinssyni, sem mætti á fundinn og kynnti uppdráttinn.