Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 245. fundur - 26.10.2016

Skipulagsstjóri leggur til við skipulagsnefnd að breyting verði gerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs, samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss, og framtíðarsvæði fyrir kastíþróttir verði skilgreint.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsstjóra að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin skal unnin í samvinnu við hagsmunaaðila og samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 246. fundur - 09.11.2016

Skipulagsstjóri leggur til við skipulagsnefnd að breyting verði gerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs, samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss, og framtíðarsvæði fyrir kastíþróttir verði skilgreint. Skipulagsnefnd heimilaði skipulagsstjóra að láta gera breytingu á deiliskipulagi á fundi 26. október 2016.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Skipulagsstjóri leggur til við skipulagsnefnd að breyting verði gerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs, samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss, og framtíðarsvæði fyrir kastíþróttir verði skilgreint. Skipulagsnefnd heimilaði skipulagsstjóra að láta gera breytingu á deiliskipulagi á fundi 26. október 2016.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 249. fundur - 14.12.2016

Skipulagsstjóri leggur til við skipulagsnefnd að breyting verði gerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs, samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss, og framtíðarsvæði fyrir kastíþróttir verði skilgreint. Skipulagsnefnd heimilaði skipulagsstjóra að láta gera breytingu á deiliskipulagi á fundi 26. október 2016. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir að leggja drög að breytingu á Þórsvellinum fyrir íþróttafélögin þannig að kastsvæðið verði milli Bogans og Skarðshlíðar.

Skipulagsráð - 250. fundur - 11.01.2017

Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til við skipulagsnefnd að breyting verði gerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs, samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss, og framtíðarsvæði fyrir kastíþróttir verði skilgreint. Tillagan er dagsett 5. janúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.
Skipulagsráð samþykkir að fyrirliggjandi drög verði kynnt íþróttafélögunum á svæðinu og óskað verði skriflegra umsagna þeirra.

Frístundaráð - 2. fundur - 09.02.2017

Erindi dagsett 16. janúar 2017 frá skipulagssviði þar sem óskað er eftir skriflegri umsögn frístundaráðs á drögum að breytingum á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs, samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss, og framtíðarsvæði fyrir kastíþróttir verði skilgreint. Tillagan er dagsett 5. janúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.
Frístundráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

Skipulagsráð - 255. fundur - 15.02.2017

Skipulagsstjóri lagði til við skipulagsnefnd að breyting verði gerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs, samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss, og framtíðarsvæði fyrir kastíþróttir verði skilgreint. Tillagan er dagsett 5. janúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt. Skipulagsráð samþykkti að fyrirliggjandi drög yrðu kynnt íþróttafélögunum á svæðinu og óskað var eftir skriflegri umsögn þeirra.

Umsagnir hafa borist frá fimm aðilum.

1) Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis, dagsett 1. febrúar 2017.

Tvær spurningar kom upp við skoðun tillögunnar:

a) Hvernig verður öryggi gangandi vegfarenda meðfram nýja kastsvæðinu tryggt?

b) Hlið er bak við Bogann næst Melgerðisásnum og er það hlið alltaf lokað. Verður opnun þessa hliðs breytt?

Vel er tekið í að innkeyrsla að Boganum verði færð úr Skarðshlíð.


Óskað var eftir umsögn hverfisnefndar á skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar 8. september 2016 en nefndin svaraði því ekki fyrr en nú.

Mótmælt er að byggt verði fleiri hús en nú eru á reit 1.33.17 Íb.


2) Ungmennafélag Akureyrar, dagsett 31. janúar 2017.

UFA samþykkir breytingu á núverandi kastsvæði til þéttinar íbúðabyggðar. Ítrekað er að nýtt kastsvæði verði tilbúið áður en það gamla verður tekið undir byggð. Óskað er eftir, í samráði við Þór, að nýtt kastsvæði verði byggt upp við suðausturenda svæðisins, austan við knattspyrnuvöllinn.

3) Íþróttabandalag Akureyrar, dagsett 31. janúar 2017.

Mikilvægt er að nýtt kastsvæði verði tilbúið áður en núverandi kastsvæði fer undir byggð. ÍBA tekur undir hugmyndir Þórs og UFA um uppbyggingu nýs kastsvæðis við suðausturenda félagssvæðis Þórs.

4) Íþróttafélagið Þór, dagsett 31. janúar 2017.

Mögulegt er að koma kastsvæði fyrir í suðaustur horni svæðis Þórs, við hlið gervigrasvallar sem er á lóð Glerárskóla. Með þeirri útfærslu er hægt að halda svæði milli Bogans og Skarðshlíðar óbreyttu, þannig er möguleikanum á að þar komi bílastæði seinna meir haldið opnum.

Til þess að þetta sé hægt þarf að breyta ökuleiðinni meðfram Boganum að sunnanverðu, eða leggja hana af, og fylla eitthvað í svæðið þannig að tveir fótboltavellir komist þar fyrir ásamt kastsvæðinu.

5) Frístundaráð, dagsett 9. febrúar 2017.

Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.


Lagður fram uppfærður uppdráttur til samræmis við umsagnir íþróttafélaganna dagsettur 13. febrúar 2017 og unninn af Gísla Kristinssyni, sem mætti á fundinn og kynnti uppdráttinn.
Skipulagsráð þakkar Gísla fyrir kynninguna.

Skipulagsráð fellst á að kynna umsagnaraðilunum uppfærðan uppdrátt.

Frístundaráð - 3. fundur - 23.02.2017

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir dagskrárliðum 3 - 6.
Erindi dagsett 16. febrúar 2017 frá skipulagssviði þar sem óskað er eftir skriflegri umsögn frístundaráðs á drögum tvö að skipulagsbreytingu á íþróttasvæði Þórs þar sem kastsvæðinu er komið fyrir í suð/austur horni íþróttasvæðisins.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna en leggur áherslu á að tillagan verði unnin í góðri samvinnu við stjórnir Þórs og UFA.

Skipulagsráð - 259. fundur - 29.03.2017

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Tillagan er dagsett 13. febrúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.

Tvær umsagnir bárust.

1) UFA, dagsett 28. febrúar 2017.

Stjórn UFA er sátt við drögin í núverandi mynd og gerir ekki athugasemd.

2) Íþróttafélagið Þór, dagsett 21. febrúar 2017.

Íþróttafélagið er mótfallið því að taka allt svæðið norðan Skarðshlíðar undir íbúðabyggð. Í tillögunni er ökuleið áfram inni en nokkur hæðarmunur er á núverandi hæð ökuleiðar og knattspyrnuvalla sunnan hennar. Nauðsynlegt er fyrir íþróttafélagið að sjá hvernig á að útfæra þetta. Möguleiki er að leggja af þann hluta ökuleiðar sem er á milli merkts knattspyrnuvallar og Bogans. Hugmyndin gengur aðeins upp ef samstarf Þórs og UFA sé náið og hnökralaust.


Ekki bárust umsagnir frá Íþróttabandalagi Akureyrar, Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis og frístundaráði.
Skipulagsráð óskar eftir kostnaðarmati á fyrirhuguðum framkvæmdum frá umhverfis- og mannvirkjasviði.

Skipulagsráð - 260. fundur - 12.04.2017

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Tillagan er dagsett 13. febrúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.

Þrjár umsagnir bárust.

1) UFA, dagsett 28. febrúar 2017.

Stjórn UFA er sátt við drögin í núverandi mynd og gerir ekki athugasemd.

2) Íþróttafélagið Þór, dagsett 21. febrúar 2017.

Íþróttafélagið er mótfallið því að taka allt svæðið norðan Skarðshlíðar undir íbúðabyggð. Í tillögunni er ökuleið áfram inni en nokkur hæðarmunur er á núverandi hæð ökuleiðar og knattspyrnuvalla sunnan hennar. Nauðsynlegt er fyrir íþróttafélagið að sjá hvernig á að útfæra þetta. Möguleiki er að leggja af þann hluta ökuleiðar sem er á milli merkts knattspyrnuvallar og Bogans. Hugmyndin gengur aðeins upp ef samstarf Þórs og UFA er náið og hnökralaust.

3) Frístundaráð, dagsett 23. febrúar 2017.

Ekki er gerð athugasemd en áhersla er á að tillagan verði unnin í góðri samvinnu við stjórnir Þórs og UFA.


Ekki bárust umsagnir frá Íþróttabandalagi Akureyrar og Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis.


Óskað var eftir kostnaðarmati á fyrirhuðuðum framkvæmdum og barst það 4. apríl 2017.

Á fundinn mættu Guðríður Friðriksdóttir umhverfis- og mannvirkjasviði, Einar Geirsson og Sigurður Magnússon fulltrúar UFA, Árni Óðinsson og Valdimar Pálsson fulltrúar Þórs og Gísli Kristinsson arkitekt.
Skipulagsráð þakkar gestum fundarins fyrir komuna.

Málinu er frestað.

Skipulagsráð - 261. fundur - 26.04.2017

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Tillagan er dagsett 13. febrúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.

Þrjár umsagnir bárust.

1) UFA, dagsett 28. febrúar 2017.

Stjórn UFA er sátt við drögin í núverandi mynd og gerir ekki athugasemd.

2) Íþróttafélagið Þór, dagsett 21. febrúar 2017.

Íþróttafélagið er mótfallið því að taka allt svæðið norðan Skarðshlíðar undir íbúðabyggð. Í tillögunni er ökuleið áfram inni en nokkur hæðarmunur er á núverandi hæð ökuleiðar og knattspyrnuvalla sunnan hennar. Nauðsynlegt er fyrir íþróttafélagið að sjá hvernig á að útfæra þetta. Möguleiki er að leggja af þann hluta ökuleiðar sem er á milli merkts knattspyrnuvallar og Bogans. Hugmyndin gengur aðeins upp ef samstarf Þórs og UFA er náið og hnökralaust.

3) Frístundaráð, dagsett 23. febrúar 2017.

Ekki er gerð athugasemd en áhersla er á að tillagan verði unnin í góðri samvinnu við stjórnir Þórs og UFA.


Ekki bárust umsagnir frá Íþróttabandalagi Akureyrar og Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis.


Óskað var eftir kostnaðarmati á fyrirhuðuðum framkvæmdum og barst það 4. apríl 2017.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 12. apríl 2017.

Tillagan sem nú er lögð fram er dagsett 20. apríl 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.
Skipulagsráð frestar erindinu.

Skipulagsráð - 265. fundur - 14.06.2017

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Tillagan er dagsett 13. febrúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.

Þrjár umsagnir bárust.

1) UFA, dagsett 28. febrúar 2017.

Stjórn UFA er sátt við drögin í núverandi mynd og gerir ekki athugasemd.

2) Íþróttafélagið Þór, dagsett 21. febrúar 2017.

Íþróttafélagið er mótfallið því að taka allt svæðið norðan Skarðshlíðar undir íbúðabyggð. Í tillögunni er ökuleið áfram inni en nokkur hæðarmunur er á núverandi hæð ökuleiðar og knattspyrnuvalla sunnan hennar. Nauðsynlegt er fyrir íþróttafélagið að sjá hvernig á að útfæra þetta. Möguleiki er að leggja af þann hluta ökuleiðar sem er á milli merkts knattspyrnuvallar og Bogans. Hugmyndin gengur aðeins upp ef samstarf Þórs og UFA er náið og hnökralaust.

3) Frístundaráð, dagsett 23. febrúar 2017.

Ekki er gerð athugasemd en áhersla er á að tillagan verði unnin í góðri samvinnu við stjórnir Þórs og UFA.

Ekki bárust umsagnir frá Íþróttabandalagi Akureyrar og Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis. Óskað var eftir kostnaðarmati á fyrirhuðuðum framkvæmdum og barst það 4. apríl 2017. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 12. apríl 2017. Tillagan sem nú er lögð fram er dagsett 20. apríl 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 270. fundur - 16.08.2017

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Tillagan er dagsett 13. febrúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.

Þrjár umsagnir bárust.

1) UFA, dagsett 28. febrúar 2017.

Stjórn UFA er sátt við drögin í núverandi mynd og gerir ekki athugasemd.

2) Íþróttafélagið Þór, dagsett 21. febrúar 2017.

Íþróttafélagið er mótfallið því að taka allt svæðið norðan Skarðshlíðar undir íbúðarbyggð. Í tillögunni er ökuleið áfram inni en nokkur hæðarmunur er á núverandi hæð ökuleiðar og knattspyrnuvalla sunnan hennar. Nauðsynlegt er fyrir íþróttafélagið að sjá hvernig á að útfæra þetta. Möguleiki er að leggja af þann hluta ökuleiðar sem er á milli merkts knattspyrnuvallar og Bogans. Hugmyndin gengur aðeins upp ef samstarf Þórs og UFA er náið og hnökralaust.

3) Frístundaráð, dagsett 23. febrúar 2017.

Ekki er gerð athugasemd en áhersla er á að tillagan verði unnin í góðri samvinnu við stjórnir Þórs og UFA.

Ekki bárust umsagnir frá Íþróttabandalagi Akureyrar og Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis. Óskað var eftir kostnaðarmati á fyrirhuguðum framkvæmdum og barst það 4. apríl 2017. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 12. apríl 2017. Tillagan sem nú er lögð fram er dagsett 20. apríl 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 14. júní 2017.
Svör við umsögnum:

1) Gefur ekki tilefni til svars.

2)

a) Tilheyrir deiliskipulagi Melgerðisáss.

b) Við gerð ökuleiðar verður haft náið samráð við íþróttafélagið Þór og UFA.

c) Skipulagsráð vonar að samstarf Þórs og UFA verði náið og hnökralaust.

3) Gefur ekki tilefni til svars.



Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista lagði fram bókun:

Of þröngt er fyrir kastsvæði á nýjum stað. Hætta er á því að það nýtist illa sökum þess. Ennfremur er útfærslan á svæðinu gölluð. Gera þarf ráð fyrir kasthringjum vestast á svæðinu, til að kastæfingar barna séu nær öðrum iðkendum á aðalvelli. Einnig er líklega ekki þörf á kúluvarpshring inni á svæðinu þar sem tveir kúluvarpshringir með geirum eru inni á aðalvelli sem ekki verða notaðir til annars.

Bæjarstjórn - 3418. fundur - 05.09.2017

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Tillagan er dagsett 13. febrúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.

Þrjár umsagnir bárust.

1) UFA, dagsett 28. febrúar 2017.

Stjórn UFA er sátt við drögin í núverandi mynd og gerir ekki athugasemd.

2) Íþróttafélagið Þór, dagsett 21. febrúar 2017.

Íþróttafélagið er mótfallið því að taka allt svæðið norðan Skarðshlíðar undir íbúðarbyggð. Í tillögunni er ökuleið áfram inni en nokkur hæðarmunur er á núverandi hæð ökuleiðar og knattspyrnuvalla sunnan hennar. Nauðsynlegt er fyrir íþróttafélagið að sjá hvernig á að útfæra þetta. Möguleiki er að leggja af þann hluta ökuleiðar sem er á milli merkts knattspyrnuvallar og Bogans. Hugmyndin gengur aðeins upp ef samstarf Þórs og UFA er náið og hnökralaust.

3) Frístundaráð, dagsett 23. febrúar 2017.

Ekki er gerð athugasemd en áhersla er á að tillagan verði unnin í góðri samvinnu við stjórnir Þórs og UFA.

Ekki bárust umsagnir frá Íþróttabandalagi Akureyrar og Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis. Óskað var eftir kostnaðarmati á fyrirhuguðum framkvæmdum og barst það 4. apríl 2017. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 12. apríl 2017. Tillagan sem nú er lögð fram er dagsett 20. apríl 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 14. júní 2017.

Svör við umsögnum:

1) Gefur ekki tilefni til svars.

2)

a) Tilheyrir deiliskipulagi Melgerðisáss.

b) Við gerð ökuleiðar verður haft náið samráð við íþróttafélagið Þór og UFA.

c) Skipulagsráð vonar að samstarf Þórs og UFA verði náið og hnökralaust.

3) Gefur ekki tilefni til svars.



Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista lagði fram bókun:

Of þröngt er fyrir kastsvæði á nýjum stað. Hætta er á því að það nýtist illa sökum þess. Ennfremur er útfærslan á svæðinu gölluð. Gera þarf ráð fyrir kasthringjum vestast á svæðinu, til að kastæfingar barna séu nær öðrum iðkendum á aðalvelli. Einnig er líklega ekki þörf á kúluvarpshring inni á svæðinu þar sem tveir kúluvarpshringir með geirum eru inni á aðalvelli sem ekki verða notaðir til annars.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 10 samhljóða atkvæðum.



Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Skipulagstillagan var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og skipulag fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð.

Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.
Tekið til umræðu. Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 282. fundur - 24.01.2018

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint.

Skipulagstillagan var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, breyting á suðurhluta Hlíðahverfis og skipulag fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 15. nóvember 2017.
Frestað.

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Skipulagstillagan var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017.

Í umsögn frá Íþróttafélaginu Þór dagsett 25. október 2017 var auglýstri skipulagstillögu hafnað sem snéri að kastsvæði UFA inni á Þórssvæðinu. Lagt var til að stofnaður yrði starfshópur sem geri tillögur um framtíðaruppbyggingu á og við Þórssvæðið.

Í erindi frá Íþróttafélaginu Þór dagsettu 24. janúar 2018 er gerð grein fyrir vinnu starfshópsins og lögð fram frumskoðun á langtímauppbyggingu íþróttasvæðis Þórs, dagsett 22. janúar 2018.
Lagt fram til kynningar, frestað.

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Skipulagstillagan var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 24. janúar 2018.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu deiliskipulagsins. Lagnir frá Melgerðisás meðfram svæðinu austanverðu fara að hluta inn á svæðið til að víkja framhjá klöpp og verður það gert í samræmi við kvöð í lóðaleigusamningi.

Skipulagsráð - 289. fundur - 18.04.2018

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Skipulagstillagan var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 24. janúar 2018 og 4. apríl 2018.
Skipulagsráð samþykkir svör við athugasemdum, en frestar málinu að öðru leyti. Skipulagssviði er falið að senda svör til þeirra sem gerðu athugasemdir.